Næring og hollusta
Krossgötur þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent og verkefnastjóri í öldrunarfræðum fjallar um næringu og hollustu. Kaffiveitingar og söngur!
Regnbogamessa
Sunndaginn 3. nóvember kl. 18 er komið að sýningarlokum á Torginu í Neskirkju en þá tökum við niður verk listafólksins Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Af því tilefni efnum við til Regnbogamessu í Neskirkju og að henni lokinni gefst fólki kostur á að ganga um Torgið og virða [...]
Matthías Jochumsson
Krossgötur þriðjudaginn 29. oktkóber kl. 13.00. Gunnar Kristjánsson, doktor í guðfræði kemur í heimsókn og fjallar um mótun Matthíasar Jochumssonar. Kaffiveitingar.
Messa 27. október
Messa og barnastrf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum syngja. Organist Gunnsteinn Ólafsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Sögur, söngur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Árni Árnason, Stefanía Bergsdóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torgin eftir messu.
Rómantísk guðfræði á Íslandi
Fimmtudaginn 24. október kl. 20 mun Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju halda erindi um guðfræði á Íslandi á fræðslukvöldum um Rómantíkina. Íslenskir guðfræðingar fóru ekki varhluta af alþjóðlegum hugmyndastefnum og um miðbik 19. aldar mótuðu kenningar höfunda rómantíkurinnar sýn þeirra á kristna trú. Rætt verður um þessar alþjóðlegu hugmyndir og tekin [...]
Krossgötur
Á Krossgötum þriðjudaginn 22. október kl. 13 fáum við að vanda góðan gest. Að þessu sinni er það Gríma Huld Blængsdóttir öldrunarlæknir sem fjalalr um mataræði og hreyfingu fólks á efri árum. Boðið er upp á kaffi og kruðerí og svo syngjum við saman létta söngva.
Messa og sunnudagaskóli
Sunnudaginn 20. október verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Við hefjum stundirnar sameiginlega í kirkjunni og svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimilið. Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng við stjórn og undirleik Maríu Kristínar Jónsdóttur . Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í [...]
Íslensk erfðagreining
Krossgötur þriðjudaginn 15. október. Lagt afstað í heimskókn í Íslenska erfðagreiningu kl. 14.00. Skoðunarferða og fræðsla ásamt kaffiveitingum í boði gestgjafa. Opið hús í Neskirkju milli kl. 13 og 14. Kaffi á könnunni.
Messa 13. október
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upp. Peter-Fischer Möller, Hróarskeldubiskup, predikar. Predikunin verður flutt á dönsku en handrit með þýðingu verður aðgengilegt. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Sögur, söngur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Gunnar Th. Guðjónsson og Ari [...]
Hugarheimur rómantíkurinnar
Fimmtudaginn 10. október kl. 20. mun Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum, halda erindi um rómantík og þjóðernisstefnu en einnig trúarleg og veraldleg viðhorf sem einkenna þessa hugmyndastefnu. Þýsk sálumessa Brahms verður einnig til umfjöllunar. Tilefnið er að kór Neskirkju flytur nú 26. október Þýska sálumessu Brahms sem kalla má [...]