Fréttir

//Fréttir
Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Ávaxtatré og vorsöngvar

Annar í hvítasunnu kl. 18.00. Neskirkja heldur áfram grænni göngu og á hvítasunnu gróðursetjum við ávaxtatré í garði kirkjunnar. Ásta Camilla Gylfadóttir, landslagsarkitekt, verður á svæðinu og gefur góð ráð á sviði garðyrkju. Kór Neskirkju syngur sumarsöngva og vorsálma undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Glaðlegar veitingar og Steinunnarborð með litum og [...]

By |5. júní 2019 10:15|

Hvítasunna 9. júní

Hátíðarmessa kl. 11.00. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu.

By |5. júní 2019 10:03|

Messa 2. júní

Messa kl. 11. Félagar úr Söngfélaginu leiða safnaðarsöng. Organisti Bjarni Þór Jónatannsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Kaffisopi og samfélag eftir messu.

By |31. maí 2019 10:14|

Uppstigningardagur

Að kvöldi uppstigningardags, fimmtudaginn 30. maí, kl. 20.00 syngur Kór Neskirkju vorsöngva og sálma í kirkjunni. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir flytur hugvekju. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí á Torginu að samveru lokinni. Hver veit nema að þar verði einnig uppstiginn og uppvaxinn gróður úr aldingarði organistans?

By |27. maí 2019 02:44|

Messa og aðalfundur

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffisoði og samfélag. Aðalfundur Nessóknar verður haldin í kjölfar messunar. Venjulega aðalfundarstörf!

By |23. maí 2019 11:43|

Vorhátíð

Vorhátíð Neskirkju þann 19. maí kl. 11: Hoppukastalar, grill og gaman. Hin árlega vorhátíð er á sunnudag. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 þar sem barnakórar Neskirkju syngja. Að henni lokinni verður farið út í garðinn. Þar verða hoppukastalar og andlitsmálning auk þess sem pylsur verða grillaðar ofan í gesti. Allir [...]

By |16. maí 2019 10:05|

Krossgötur 14. maí

Krossgötur þriðjudaginn 14. maí kl. 13.00. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, kemur í heimsókn og fjallar um verkefni vígslubiskups á nýjum tímum. Miðivikudaginn 28. maí verður síðan farið í vorferð í Skálhlot. Kaffiveitngar og söngur!

By |13. maí 2019 08:34|

Krossgötur 7. maí

Krossgötur þriðjudaginn 7. maí kl. 13.00. Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari flytur erindi um hægfæði. Kaffiveitingar og söngur!

By |6. maí 2019 11:00|

Messa 5. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sögu, söngu og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Gunnar T. Guðnason og Ari Agnarsson. Samfélaga og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2. maí 2019 01:28|

Tyrkjaránið á Krossgötum

Á Krossgötum kl 13 þann 30. apríl mun Þorsteinn Helgason fyrrverandi kennari við Háskóla Íslands fjalla um Tyrkjaránið og ýmis minni sem því tengjast. Þorsteinn er sagnfræðingur og doktorsverkefni hans bar yfirskriftina Menning og saga í ljósi Tyrkjaránsins. Hann er flestum fróðari um þennan viðburð í sögu okkar en hefur [...]

By |29. apríl 2019 12:50|