Messa og barnastarf 16. nóvember kl. 11
Messa og barnastarf kl. 11. Háskólakórinn syngur og leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón Sigurvin, María, Andrea [...]
Hver er týndur? Veisla í boði
Jesús sagði þrungna sögu um mann sem týndist en kom til sjálfs sín, fannst! Þetta er saga um lífið og raunar okkur öll. Erum við týnd, hver er týndur og hvernig? Um eitt hundrað manns komu í biblíumat í dag til að íhuga þessa sögu, njóta samfélags og réttarins. Biblían [...]
Týnda syninum fagnað
Fimmta og síðasta biblíumáltíðin verður fimmtudaginn, 13. nóvember, kl. 12. Sagan um týnda soninn í Lúk. 15 er ein af lykilsögum fyrir dramatískar kreppuaðstæður okkar. Hvað merkir sagan og hvernig var veislan sem pabbinn hélt manninum sem sóaði auði fjölskyldunnar? Týndir og fundnir hjartanlega velkomnir og allir hinir líka. [...]
Best heppnaða útrásin
Mörg úthlaup Íslendinga hafa mistekist hrapalega, nokkur hafa lukkast, en best heppnaða útrás Íslendinga er íslenska kristniboðið. Prédikun sr. Sigurðar Árna 9. nóvember 2008 er að baki þessari smellu.
Sunnudagsmessa og barnastarf kl. 11.
Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar. Gídeonfélagar kynna biblíudreifingarfélag sitt. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Döllu Þórðardóttur. Messuþjónar aðstoða. Börninn byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón Sigurvin, María, Andrea og Ari. Samfélag á [...]
Heródesarkjúklingur
Hani Pílatusar er frægasti hani veraldar. En hæna Heródesar er síður kunn en hefur örgglega verið matreidd með kúnst fagurkerans. Hér er uppskrift að tilgátu-Heródesarkjúkling sem áttatíu manns nutu á Torginu 6. nóvember. „Þetta ætla ég að elda um helgina“ sögðu nokkur. Presturinn mælir með því og uppskriftin fer hér [...]
Sr. Guðbjörg kynnir sáttamiðlun
Opin hús Neskirkju njóta spennandi dagskrár. Miðvikudaginn 5. nóvember kemur sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og segir frá nýjum hugmyndum og aðferðum að leita sátta í erfiðum deilumálum. Dagskrá opins húss hefst kl. 15 með kaffiveitingum á Torginu. Allir velkomnir.
Heródesarkjúklingur
Hvað skyldi kóngurinn Heródes hafa haft á borðum? Í fimmtudagshádeginu eru matarhefðir Biblíunnar kynntar á Torgi Neskirkju. Sr. Sigurður Árni Þórðarson kynnir og eldar matinn ásamt Ólafíu Björnsdóttur. 6. nóvember verður á borðum kjúklingaréttur Heródesar! Allir velkomnir. […]
Ekkert gjald er tekið meðan beðið er
Alla miðvikudaga eru bænamessur í Neskirkju. Þær hefjast kl. 12,15 með ritingarlestri og íhugun. Eftir bænir er síðan altarisganga. Hægt er að koma fyrirbænum til prestanna eða starfsfólks kirkjunnar. Allir velkomir.
Söfnun fermingarungmenna fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar.
Á morgun þriðjudag munu ungmenni úr fermingarundirbúningi Neskirkju ganga í hús í Vesturbænum og safna fé fyrir hjálparstarfi kirkjunnar. Ungmennin mæta í Neskirkju kl. 17.30 og fá fæði og fræðslu áður en þau hefja söfnunina. Vesturbærinn er þekktur fyrir að taka vel í þessa árlegu söfnun og við kunnum sóknarfólki [...]