Hvað skyldi kóngurinn Heródes hafa haft á borðum? Í fimmtudagshádeginu eru matarhefðir Biblíunnar kynntar á Torgi Neskirkju. Sr. Sigurður Árni Þórðarson kynnir og eldar matinn ásamt Ólafíu Björnsdóttur. 6. nóvember verður á borðum kjúklingaréttur Heródesar! Allir velkomnir.
Við vitum talsvert um hvernig mat Jesús borðaði en hvað skyldi kóngurinn Heródes hafa haft á borðum? Í fimmtudagshádeginu eru matarhefðir Biblíunnar kynntar á Torgi Neskirkju við Hagatorg. Sr. Sigurður Árni Þórðarson kynnir og eldar matinn ásamt Ólafíu Björnsdóttur.

Fimmtudaginn 6. nóvember verður á boðstólum kjúklingaréttur Heródesar! Fimmtudaginn 13. nóvember verður veisla fyrir týnda soninn. Allir fá svo uppskriftina. Biblían er matarmikil og þjónar lífinu. Allir velkomnir.