Á morgun þriðjudag munu ungmenni úr fermingarundirbúningi Neskirkju ganga í hús í Vesturbænum og safna fé fyrir hjálparstarfi kirkjunnar. Ungmennin mæta í Neskirkju kl. 17.30 og fá fæði og fræðslu áður en þau hefja söfnunina. Vesturbærinn er þekktur fyrir að taka vel í þessa árlegu söfnun og við kunnum sóknarfólki kærar þakkir fyrir það.