Brot úr sögu Hallgrímskirkju
Opið hús kl. 15. Hallgrímssöfnuður varð til á sama tíma og Nessöfnuður. Sigurður Pálsson þjónaði Hallgrímskirkju og er nú að skrifa sögu kirkjunnar og segir frá fundum sínum. Opið hús er alla miðvikudag. Sjá dagskrá.
Suðrænn saltfiskur á föstudögum!
Hinir árlegu saltfiskdagar Neskirkju hefjast í hádeginu föstudaginn 11. mars. Þá verður boðið upp á suðrænan saltfisk. Séra Þorvaldur Víðissson flytur örhugvekju. Máltíðin kostar kr. 1500 og rennur hluti af andvirði hennar til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Tíminn og við
Opið hús miðvikudaginn 9. mars kl. 15. Bernharður Guðmundsson er prestur og hefur starfað á kirkjulegum vettvangi á Íslandi, í Eþíópíu, Sviss og víðar. Eftir að hann lét af störfum sem rektor Skálholtssskóla hefur hann m.a. stýrt norrænum vinnuhópi um málefni eldri borgara. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu. Dagskrá næstu miðvikudaga.
Hlauptu drengur – hlauptu
Opið hús miðvikudaginn 4. mars kl. 15.00. Ágúst Kvaran er hlaupagikkur og prófessor í eðlisefnafræði. Hann er kunnur fyrir maraþonhlaup og ofurmaraþon, sem eru jafnvel yfir eitt hundrað km. Til hvers að leggja stund á svona mannraunir? Hvað hugsa menn á hlaupum og hvers vegna að hlaupa? Kaffiveitingar á Torginu [...]
Klassík
Biblían er ekki google-græja fyrir þau, sem leita þekkingar um uppruna heimsins eða genamengi manna. En hún er leiðarvísir fyrir þau sem leita að nýju og betra lífi. Biblían er ekki lögbók eða sniðmát um leyfilegar hugsanir og lágmarks siðferði. Biblían er um Guð, líf, leið og hamingju. Biblían er [...]
Messa 27. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi á Torginu eftir messu.
Opið hús miðvikudaginn 23. febrúar
Opið hús kl. 15. Framtíð kirkjunnar. Djúptækar og róttækar breytingar eru að verða á trúarafstöðu og kirkjuafstöðu á Vesturlöndum. hverjar eru þær og hverjar verða afleiðingar fyrir kirkjulíf á Íslandi. Sigurður Árni Þórðarson, Neskirkjuprestur, spáir í þróunina. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu.
Tónleikar – Frumflutt ný verk
Næstkomandi þriðjudagskvöld, 22. febrúar, verða tónleikar í Neskirkju undir yfirskriftinni “Herra mig heiman bú” þar sem flutt verða eingöngu verk eftir Steingrím Þórhallsson organista við Neskirkju. Steingrímur stundar nú nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og voru öll verkin samin á síðastliðnum tveimur árum. Fram koma Kór Áskirkju undir stjórn [...]
Messu 20. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Margrét Rós og Þórður. Samfélag og veitingar á Torginu eftir mess
Opið hús miðvikudaginn 16. febrúar
Opið hús kl. 15. Það skiptir mig máli. Þorvaldur Víðisson er á leið til Noregs til að vera prestur í nágrenni Þrándheims en hann var áður miðbæjarprestur. Þorvaldur segir okkur frá því sem skiptir hann mestu máli í lífinu. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu. Dagskrá í Opnu húsi.