Biblían er ekki google-græja fyrir þau, sem leita þekkingar um uppruna heimsins eða genamengi manna. En hún er leiðarvísir fyrir þau sem leita að nýju og betra lífi. Biblían er ekki lögbók eða sniðmát um leyfilegar hugsanir og lágmarks siðferði. Biblían er um Guð, líf, leið og hamingju. Biblían er alltaf á leið út úr skápnum og inn í lífið. Prédikun Sigurðar Árna 27. febrúar 2011 er að baki þessari smellu.