Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Fermingar í Neskirkju 2015

Skráning í námskeið og á fermingardag hefst þriðjudaginn 3. júní. Hægt er að hringja í síma 511-1560 eða koma við í Neskirkju við Hagatorg á skrifstofutíma milli klukkan 10 og 15. Fermingarnámskeið hefst sunnudagskvöldið 17. ágúst 2014 kl. 20.00 og verður kennt frá mánudegi 18. ágúst til fimmtudagsins 21. ágúst frá [...]

By |28. maí 2014 09:29|

Guðsþjónustan á uppstigningardegi kl. 14

Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í þjóðkirkjunni. Í guðsþjónustunni í Neskirkju kl. 14 syngur Hljómur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgelið og Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir athöfn í kirkjunni verður veislukaffi á Torginu. Gleðin heldur áfram því Reynir Jónasson mun þenja harmonikku [...]

By |26. maí 2014 11:31|

Safnaðarferð Neskirkju í Vatnaskóg og að Saurbæ

Langar þig út í vorið í góðum félagsskap? Hallgrímur Pétursson á 400 ára afmæli. Miðvikudaginn 28. maí býður Neskirkja öllum sem vilja í safnaðarferð í Hvalfjörð. Farið verður frá Neskirkju kl. 13,30 og ekið að sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Þaðan verður farið að Saurbæ og gengið í Hallgrímskirkju. Kristinn Jens [...]

By |26. maí 2014 10:48|

Messa á bænadegi 25. maí

Bænadagsmessan og barnastarf hefjast kl. 11 þann 25. maí. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Judith Þorbergsson. Strengjasveit úr Tónskóla Sigursveins leikur í athöfninni. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Samfélag og kaffisopi á Torginu.

By |24. maí 2014 22:54|

Fermingar 2015

Fréttatilkynning vegna ferminga 2015, námskeiðið í ágúst, skráningu og fermingardaga o.fl. er að finna að baki þessari smellu: Fermingar 2015

By |23. maí 2014 14:13|

Um hið illa í tilverunni

Krossgötur miðvikudaginn 21. maí kl. 13.30. Davíð Þór Jónsson guðfræðingur hefur skrifað ritgerð um Satan og hið illa. Hann mun ræða hin myrku svið lífsins. Kaffiveitingar.

By |20. maí 2014 09:33|

Hallgrímur, Steinunn og krossgötur

Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur, kemur á Krossgötur í stað Guðmundar Andra Thorsonar sem átti að koma skv. prentaðri dagskrá en forfallaðist. Steinunn hefur ritað glæsilegar bækur um hjónin Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur og auk þess ritað leikrit um Guðríði. Steinunn ræðir um þau hjón og segir frá æsku Hallgríms, en [...]

By |12. maí 2014 13:37|

Messa 11. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu.

By |8. maí 2014 12:14|

Atli Heimir Sveinsson

Krossgötur miðvikudaginn 7. maí kl. 13.30. Lífið og listin. Hvaðan kemur tónlistin? Hvernig vinnur tónskáldið? Trúin og lífið. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld kemur í heimsókn. Kaffiveitingar

By |5. maí 2014 14:27|

Messa og aðalsafnaðarfundur 4. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni.Fermd verður Dagbjört Ellen Júlíusdóttir. Dr. Rodney Petersen, forstöðumaður Bostan Theological Institute og dr. Raymond Helmick, Jesúitaprestur og sáttsemjari í alþjóðlegum [...]

By |30. apríl 2014 13:25|