Messur

Háskólakórinn syngur í messu 3. maí

Sunnudaginn 3. maí kl.11:00 er að vanda messa í Neskirkju. Í predikun dagsins er fjallað um hugmyndina um skilyrðislausa ást, sem er að mati margra eitt það besta sem börn geta fengið úr uppeldinu. Hún birtist á mörgum öðrum sviðum í lífinu og er til umfjöllunar í ritningartextum þessa sunnudags. Háskólakórinn syngur undir stjórn Gunnsteins [...]

By |2017-04-26T12:23:16+00:0027. apríl 2015 18:18|

Hvar eru leiðtogarnir? Messa með Háskólakórnum 19. apríl

Sunnudaginn 19. apríl kl. 11:00 er messa í Neskirkju. Háskólakórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Predikunin fjallar um leiðtoga, hvernig þeir eru og hvar þá er að finna. Barnastarfið er í höndum sr. Sigurvins, Katrínar og Ara. Messuþjónar lesa texta. Kaffi og kruðerí á Kirkjutorgi að messu lokinni. .

By |2017-04-26T12:23:16+00:0013. apríl 2015 09:23|

Helgihald í dymbilviku og á páskum

Pálmasunnudagur, 29. mars Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Kirkjudagur Neskirkju. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Skúla S. Ólafssyni. Messuþjónar taka þátt. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón hafa Katrín Helga Ágústsdóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. Skírdagskvöld, [...]

By |2017-04-26T12:23:16+00:0024. mars 2015 12:26|

Messa og barnastarf 8. mars kl. 11:00

Sunnudaginn 8. mars kl. 11:00 er messa og sunnudagaskóli í Neskirkju. Barnastarfið er í höndum sr. Sigurvins, Katrínar og Ara. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Messuþjónar lesa texta og bera fram kaffi að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |2015-03-02T13:25:31+00:002. mars 2015 13:25|

Krassandi umræða í messu: morðsaga, meiðingar og miskunn

Messa sd. 14. sept kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Kirkjan sameinar kynslóðirnar. Kór Neskirkju syngur og Steingrímur verður við orgelið en Örn Bárður við altari og í prédikunarstólnum.. Hressing og hamingjuefling yfir kaffisopa eftir messu. Myndverk eftir listakonuna Ragnhildar Stefánsdóttur á kaffitorginu og myndir eftir Hauk Dór í kirkjuskipin. Að vanda er margt að sjá [...]

By |2017-04-26T12:23:21+00:0013. september 2014 19:18|

Fjölskylduguðþjónusta og vorhátíð sunnudagaskólans

Sunnudaginn 18. maí var vorhátíð sunnudagaskólans í Neskirkju. Klukkan 11 hófst fjölskylduguðþjónusta í kirkjunni, sóknarprestur Neskirkju Sr. Örn Bárður Jónsson þjónaði fyrir altari. Flautusveit lék undir stjórn Pamelu deSensi lék, barnakór Neskirkju og stúlknakór sungu. Í lok guðþjónustunnar var boðið upp á pylsur í kirkjugarðinum, andlitsmálingu og hoppukastala.  Kíktu á myndböndin frá hátíðinni.  

By |2017-04-26T12:23:21+00:0015. maí 2014 12:50|

Messa og barnastarf 5. janúar.

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Allir velkomnir og ekkert vandamál með pláss og sæti!

By |2014-01-03T19:00:57+00:003. janúar 2014 19:00|

Von í vagni

Úr ræðu Arnar Bárðar á gamlárskvöld: Í börnunum býr framtíðin. Þau munu erfa landið. En hvernig tekst núverandi mótunaraðilum að gera þau vel í stakk búin að takast á við óvissa framtíð? Með því að útvista verkefnum umhyggju og menntunar í stærra og meira mæli en áður erum við vissulega að dreifa ábyrgðinni sem hljómar [...]

By |2017-04-26T12:23:23+00:001. janúar 2014 13:54|