Siðaskiptin

Krossgötur þriðjudaginn 31. október kl. 13.00. Skúli S. Ólafsson, prestur í Neskirkju, fjallar um siðaskiptin á Íslandi og hvernig þau endurspegla straumhvörf valda og hugmynda í álfunni á 16. öld. Kaffiveitingar.

By |2023-10-30T11:24:22+00:0030. október 2023 11:24|

Messa 29. október

Messa og barnastarf kl 11:00. Sr Helga Kolbeinsdóttir þjónar. Organisti er Douglas Brotchie. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sunnudagaskóli í umsjón Kristrúnar æskulýðsfulltrúa ásamt leiðtogum. Kaffi og samfélag eftir messu.

By |2023-10-26T12:32:50+00:0026. október 2023 12:32|

Mitt hjartans mál

Krossgötur þriðjudaginn 24. október kl. 13.00. Þórdís K. Ágústsdóttir, ljósmóðir til 40 ára, ræðir ljóðabók sína: Mitt hjartans mál. Kaffiveitingar.

By |2023-10-23T11:07:04+00:0023. október 2023 11:04|

Bleik guðsþjónusta

Guðsþjónusta,  í tilefni bleiks októbers, og barnastarf sunnudaginn 22. október kl. 11.00. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið er á sínum stað í umsjá Ásdísar, Nönnu og Ara. Að messu lokinni verða kaffiveitingar á Torginu og bleikir sokkar seldir til styrktar Krabbameinsfélaginu.

By |2023-10-19T11:05:24+00:0019. október 2023 11:01|

Hallgrímur Pétursson

Krossgötur þriðjudaginn 17. október kl. 13.00. Margrét Eggertsdóttir, rannskóknarprófessor á Árnastofnun, kynnir fimmtu útgáfuna af verkum Hallgríms Péturssonar, en hún kemur í verslanir nú á haustdögum. Kaffiveitinar.

By |2023-10-16T12:02:15+00:0016. október 2023 12:01|

Sr. Örn Bárður Jónsson messar

Messa og barnastarf sunnudaginn 15. október kl. 11:00. Sérstök ánægja er að bjóða sr. Örn Bárð Jónsson, fyrrum sóknarprest kirkjunnar velkominn, en hann messar að þessu sinni í forföllum prestanna. Sönghópurinn Marteinn syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið er á sínum stað í umsjá Kristrúnar, Nönnu og Ara. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni.

By |2023-10-12T12:45:33+00:0012. október 2023 12:45|

Gott heilsufar

Krossgötur þriðjudaginn 10. október kl. 13.00. Gríma Huld Blængsdóttir, öldrunarlæknir, gefur heilræði um hollustu og gott heilsufari. Kaffiveitingar að vanda.

By |2023-10-09T10:25:03+00:009. október 2023 10:24|

Guðsþjónusta, barnastarf og myndlistarsýning

Guðsþjónusta, barnastarf og opnun myndlistarsýningar, sunnudaginn 8. október kl. 11. Prestar kirkjunnar, sr. Helga Kolbeinsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson þjóna. Fermingarbörn taka þátt í athöfninni. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kristrún, Ásdís og Ari leiða barnastarfið. Sýning Ragnars Þórissonar verður opnuð við guðsþjónustuna og geta viðstaddir virt verkin fyrir sér [...]

By |2023-10-06T10:55:47+00:006. október 2023 10:55|

Trúarleg ljóð

Í næstu Krossgötum, þriðjudaginn 3. október kl. 13.00 mun Guðbjörn Sigurmundsson, kennari og bókmenntaunnandi frjalla um trúarlega ljóðlist. Kaffiveitinga.

By |2023-10-02T16:15:43+00:002. október 2023 16:15|

Messa 1. október

Messa og barnastarf kl 11. Sameiginlegt upphaf. Sr. Helga Kolbeinsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Nanna, Lilja og Ari leiða barnastarfið. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.

By |2023-09-29T07:50:22+00:0028. september 2023 12:18|