Sunnudagaskóli og barnastarf

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli hefst 17. maí næstkomandi. Vegna fjöldatakmarkana munum við hafa sunnudagaskólann í kjallara kirkjunnar og hressingu eftir samveruna þar líka. Þau sem koma í sunnudagaskólann eru beðin að koma beint í kjallarann. Starf fyrir 6-7 ára, 8-9 ára, 10 – 12 ára og barnakór Neskirkju hefst aftur næsta haust, en það lagðist af [...]

By |2020-05-06T14:40:38+00:006. maí 2020 14:40|

Sérðu þann sem gengur við hlið þér?

Hefurðu einhvern tíman hitt einhvern sem þú ættir að þekkja en kemur bara ekki fyrir þig? Það hefur sko komið fyrir mig og það getur verið mjög vandræðalegt. Og ein af ástæðum þess að ég þekki ekki einstaklinginn er að ég þekki hann úr einhverju öðru samhengi en ég er stödd í og á ekki [...]

By |2020-05-06T14:38:48+00:005. maí 2020 13:37|

Hugvekja á skírdag: Brauðið og samfélagið

Á skírdegi minnist kristið fólks þess þegar Jesús átti sina hinstu máltíð með lærisveinum sínum. Guðspjöllin segja frá mörgum máltíðum sem Jesús átti með vinum sínum og með ýmsum sem hann mætti. Hann var meira að segja ásakaður um að vera mathákur og vínsvelgur og að borða með fólki sem þótti ekki fínn pappír hjá [...]

By |2020-04-09T14:46:55+00:009. apríl 2020 14:46|

Kirkjan um bænadaga og páska

Neskirkja verður opin á skírdag kl. 19 - 20,  föstudaginn langa kl. 11 - 12 og páskadagsmorgun kl. 8 - 9. Sóknarbörn eru velkominnin í kirkju til að kveikja á kerti, fá fyrirbæn eða sitja í kyrrð. Ekki verður hefðbundið helgihald en tónlist verður leikin og bænarkerti verða í forkirkju. Prestur og organisti verða á [...]

By |2020-04-06T16:05:20+00:006. apríl 2020 16:05|

Í tilefni af samkomubanni vegna COVID 19

Samkomubann vegna COVID 19 þýðir að allt hefðbundið helgihald fellur niður meðan á banninu stendur og flest annað safnaðarstarf. Fermingar færast til hausts. Kirkjan er samt opin 10-15 þriðjudaga til fimmudaga og 11 - 12 á sunnudögum. Sóknarbörn eru velkomin í heimsókn í safnaðarheimilið eða inn í kirkju til að kveikja á kerti, fá fyrirbæn [...]

By |2020-04-06T16:22:33+00:0030. mars 2020 14:47|

Súperman, við og hlutverkið að bjarga heiminum

Í skopmynd sem ég fann á netinu má sjá Súperman, þar sem hann situr í stól með kaffibolla og dagblað í hendi. Fyrirsögnin hvetur fólk til að vera heima. Og eldri kona kemur askvaðandi og spyr hann: Ætlarðu ekki að GERA eitthvað til að berjast gegn þessum kórónavírus. Og súperman svarar: Ég er einmitt að [...]

By |2020-04-06T16:20:26+00:0029. mars 2020 16:16|

Helgistund sunnudaginn 15. mars kl. 11

Sunnudaginn 15. mars kl. 11 verður helgistund í kirkjunni fyrir unga og aldna. Hefðbundinni fjölskylduguðsþjónustu hefur verið aflýst. Steingrímur Þórhallsson organisti flytur tónlist og leikur undir söng, sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir flytur hugvekju. Efni frá barnastarfinu verður notað fyrir yngstu kynslóðina. Nýtum tækifærið til að finna styrk í samfélaginu.

By |2020-03-14T10:49:20+00:0014. mars 2020 10:49|

Guðsþjónusta 8. mars

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Háskólakórinn syngur. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Prestur sr. Skúlí S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Gunnar T. Gunnarsson, Árni Þór Þórsson og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2020-03-06T11:21:13+00:006. mars 2020 11:21|