Krossgötur
Krossgötur þriðjudaginn 19. október kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um spámanninn Esekíel sem varð vitni að eyðileggingu Jerúsalemborgar og blés kappi í fólk með framtíðarsýn sinni um endurreisn musterisins. Kaffiveitingar.
Krossgötur þriðjudaginn 19. október kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um spámanninn Esekíel sem varð vitni að eyðileggingu Jerúsalemborgar og blés kappi í fólk með framtíðarsýn sinni um endurreisn musterisins. Kaffiveitingar.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organist Gunnstein Ólafsson. Söngur, sögur, gleði og leikir í barnastarfinu. Umsjón Ari, Hilda og Kristrún. Kaffisopi og samfélag á Torginu.
Við stöðvum tímann í Neskirkju alla miðvikudaga kl. 17.30-18.00 og eigum saman slökunar- og næðisstund þar sem slökkvum á símunum og öllu áreiti. Umsjón Birgir Jóakimsson jógakennari. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Krossgötur þriðjudaginn 12. október kl. 13. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um Daníel spámann úr Gamla testamentinu, en við syngjum gjarnan um hugprýði hans í sunnudagaskólanum en víst verður fróðlegt að glugga í ritið sem við hann er kennt. Kaffiveitngar.
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00. Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöfundur, opnar sýninguna “Það þarf að kenna fólki að deyja” að lokinni guðsþjónustu. Séra Skúli S. Ólafsson þjónar fyrir altari og ræðir sýninguna í predikun. Lára Bryndís Eggertsdóttir er við hljóðfærið og félagar úr Kór Neskirkju syngja. Sögur, sögur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir [...]
Krossgötur þriðjudaginn 5. október. Dr. Jón Ásgeir Siguvinnsson héraðsprestur fjallar um spámmenn í Gamla testamenndinu. Að vanda er boðið upp á ljúffengar kaffiveitngar. Umsjón með starfinu hefur sr. Skúli S. Ólafsson.
Sunnudagskvöldið 3. október er Skammdegisbirta í Neskirkju. Dagskráin hefst í kirkjuskipinu þar sem Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leikur tónlist og segir frá. Í framhaldi er gengið í safnaðarheimili þar sem boðið er upp á súpu og víntár gegn frjálsum framlögum. Þar segir Páll Haukur Björnsson myndlistarmaður frá sýningunni sem er á Torginu. Haukur Ingvarsson ljóðskáld [...]
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Hilda María Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.
Krossgötur þriðjudaginn 28. september. Í Gamla testamentinu er að finna mörg rit svokallaðra spámanna. Þeir skiptast í tvo hópa – meiri og minni spámenn. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um þá sem fylla fyrri flokkinn er óhætt er að segja að þar birtist okkur áhrifamiklir einstaklingar og eftirtektarverður texti. Við hefjum leika á honum Jeremía, sem [...]
Fyrsta samvera prjónahóps Neskirkju hefst mánudaginn 27. september kl. 20 og verður á Torginu. Allir eru velkomnir á samveruna með handavinnu. Boðið er upp á kaffi og te, gott samfélag og spjall. Samverurnar eru að jafnaði síðasta mánudag í mánuði.