Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00. Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöfundur, opnar sýninguna “Það þarf að kenna fólki að deyja” að lokinni guðsþjónustu. Séra Skúli S. Ólafsson þjónar fyrir altari og ræðir sýninguna í predikun. Lára Bryndís Eggertsdóttir er við hljóðfærið og félagar úr Kór Neskirkju syngja. Sögur, sögur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi og sýning á Torgin eftir messu!