Vortónleikar Kórs Neskirkju
Kór Neskirkju lýkur vetrarstarfi sínu með tvennum vortónleikum. Þeir fyrri verða laugardaginn 21. maí kl. 16:00 í Skálholtskirkju. Þeir síðari þriðjudaginn 24. maí kl. 20:00 í Neskirkju. Á efnisskránni eru fjölbreytt verk eftir íslensk og erlend tónskáld. Þar má nefna verkin Lyng og Harpa kveður dyra úr smiðju Steingríms Þórhallssonar, stjórnanda kórsins, Örlög Þóru Marteinsdóttur [...]