Fyrsti sunnudagur í aðventu

Hátíðarmessa kl. 11.00 og sýningaropnun á fyrsta sunnudegi í aðventu. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Báðir prestar kirkjunnar þjóna. Við messuna verður sýning Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur opnuð. Yfirskrift hennar er skil / skjól. Sunnudagskóli á sama tíma. Sögur sögur og gleði. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi

By |2022-11-25T12:56:38+00:0025. nóvember 2022 12:53|

Keltar í Neskirkju

Á skammdegisbirtu sunnudaginn 27. nóvember kl 18 fjöllum við um Kelta og áhrif þeirra á íslenskt mál og menningu. Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fréttamaður gaf nýverið út bókina Keltar þar sem hann ræðir þessi áhrif. Stundin hefst í kirkjuskipi þar sem Steingrímur Þórhallsson leikur og kynnir tónlist sem hæfir stað og stund. Að því loknu þiggjum við [...]

By |2022-11-24T07:56:13+00:0024. nóvember 2022 07:56|

Jón biskup

Krossgötur þriðjudaginn 22. nóvember. Gunnar Kristjánsson doktor í guðfræði ræðir um Jón biskup Helgason. Kaffiveitngar. Allir velkkomnir

By |2022-11-22T10:33:47+00:0022. nóvember 2022 10:33|

Áramót í kirkjunni 20. nóvember

Síðasta sunnudag kirkjuársins, þann 20. nóvember verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf er í kirkjunni en síðan fer sunnudagaskólinn í safnaðarheimilið. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng í messu undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ritningartexta sunnudagsins má finna á vef Þjóðkirkjunnar. Í sunnudagaskólanum verður söngur [...]

By |2022-11-17T14:02:42+00:0017. nóvember 2022 14:02|

Jæja – krossgötur 15. nóvember

Á krossgötum þriðjudaginn 15. nóvember kl 13:00 heimsækjum við Kjarvalsstaði og fáum leiðsögn um sýningu Guðjóns Ketilssonar, ,,Jæja". Hópurinn gæðir sér svo á krásum hjá Marentzu á kaffihúsinu. Við hittumst í Neskirkju og röðum okkur í bílana.

By |2022-11-14T10:31:24+00:0014. nóvember 2022 10:31|

Sunnudagurinn 13. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleiði í sunnudagaskólanum. Umsjón Krístrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.

By |2022-11-10T13:07:02+00:0010. nóvember 2022 13:07|

Heilsa og hreysti

Krossgötur þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13.00. Gríma Huld Blængsdóttir heimilis- og öldrunarlæknir gefur góð ráð um heilsu og næringu eldri borgara. Kaffiveitingar.

By |2022-11-07T09:14:36+00:007. nóvember 2022 09:14|

Tónleikar kl. 17 á Allra heilagra messu

Á Allra heilagra messu, þann 6. nóvember, flytur Kór Neskirkju Sálumessu (Requiem) eftir Gabriel Fauré í Neskirkju kl. 17.  Tónleikarnir eru ókeypis. Auk Sálumessunnar verða flutt nokkur önnur verk sem eiga við á Allra heilagra messu, þegar látinna er minnst og kerti tendruð í bænarhug. Stjórnandi kórsins er Steingrímur Þórhallsson. Einsöngvarar eru Ragnhildur D. Þórólfsdóttir [...]

By |2022-11-04T09:49:45+00:004. nóvember 2022 09:47|

Allra heilagra messa 6. nóvember

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 á Allra heilagra messu. Í Guðsþjónustu verður látinna minnst og kveikt á kertum í minningu þeirra. Háskólakórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Stefans Sand. Sunnudagaskóla stýrir Hrafnhildur Guðmundsdóttir.  Hressing á torginu að lokinni guðsþjónustu.

By |2022-11-04T09:54:12+00:003. nóvember 2022 10:21|

Allir heilagir og allar sálir

Krossgötur 1. nóvember kl. 13.00. Steingrímur ,,maestro" Þórhallsson fjallar um þekktar sálumessur. Tilefnið eru tónleikar Neskirkju sunnudaginn 6. nóvember kl 17:00 þar sem Kór Neskirkju flytur sálumessu Fauré, væntanlega með tilþrifum. Kaffiveitingar.

By |2022-10-31T10:42:27+00:0031. október 2022 10:42|