Síðasta sunnudag kirkjuársins, þann 20. nóvember verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf er í kirkjunni en síðan fer sunnudagaskólinn í safnaðarheimilið. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng í messu undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ritningartexta sunnudagsins má finna á vef Þjóðkirkjunnar.

Í sunnudagaskólanum verður söngur og sögur undir stjórn Kristrúnar Guðmundsdóttur, Nönnu Birgisdóttur Hafberg og Ara Agnarssonar undirleikara.

Hressing og samfélag á torginu að loknum stundunum.