Hallgrímur Pétursson
Krossgötur þriðjudaginn 17. október kl. 13.00. Margrét Eggertsdóttir, rannskóknarprófessor á Árnastofnun, kynnir fimmtu útgáfuna af verkum Hallgríms Péturssonar, en hún kemur í verslanir nú á haustdögum. Kaffiveitinar.
Krossgötur þriðjudaginn 17. október kl. 13.00. Margrét Eggertsdóttir, rannskóknarprófessor á Árnastofnun, kynnir fimmtu útgáfuna af verkum Hallgríms Péturssonar, en hún kemur í verslanir nú á haustdögum. Kaffiveitinar.
Messa og barnastarf sunnudaginn 15. október kl. 11:00. Sérstök ánægja er að bjóða sr. Örn Bárð Jónsson, fyrrum sóknarprest kirkjunnar velkominn, en hann messar að þessu sinni í forföllum prestanna. Sönghópurinn Marteinn syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið er á sínum stað í umsjá Kristrúnar, Nönnu og Ara. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni.
Krossgötur þriðjudaginn 10. október kl. 13.00. Gríma Huld Blængsdóttir, öldrunarlæknir, gefur heilræði um hollustu og gott heilsufari. Kaffiveitingar að vanda.
Guðsþjónusta, barnastarf og opnun myndlistarsýningar, sunnudaginn 8. október kl. 11. Prestar kirkjunnar, sr. Helga Kolbeinsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson þjóna. Fermingarbörn taka þátt í athöfninni. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kristrún, Ásdís og Ari leiða barnastarfið. Sýning Ragnars Þórissonar verður opnuð við guðsþjónustuna og geta viðstaddir virt verkin fyrir sér [...]
Í næstu Krossgötum, þriðjudaginn 3. október kl. 13.00 mun Guðbjörn Sigurmundsson, kennari og bókmenntaunnandi frjalla um trúarlega ljóðlist. Kaffiveitinga.
Messa og barnastarf kl 11. Sameiginlegt upphaf. Sr. Helga Kolbeinsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Nanna, Lilja og Ari leiða barnastarfið. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.
Skammdegisbirta sunnudaginn 1. október kl. 18.00. Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur segir á einlægan hátt í samnefndri bók sögu áratugalangrar baráttu sinnar við þunglyndi og kviða. Hann kemur víða við í frásögn sinni, vísar í bókmenntir, heimspeki, tónlist, að ógleymdum samskiptum sínum við heilbrigðisyfirvöld og baráttu við fordóma. Steindór tekst að sama skapi á við trúarhugmyndir og [...]
Krossgötur þriðjudaginn 26. september kl. 13.00. Þríhyrningsdrama við Sundin blá haustið 1791. Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, flytur erindi þar sem hann sviptir hulunni af brotakenndum og illa varðveittum bréfaskiptum Sveins Pálssonar náttúrufræðings og hjónanna Stefáns Stephensens varalögmanns og Mörtu Maríu Hölter í Innra-Hólmi. Lyktir urðu vinslit sem vörðu í fjölda ára. Kaffiveitingar.
Messa og barnastarf kl. 11:00. Sameiginleggt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Kristrún, Ásdís og Ari leiða barnastarfið. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Þetta er jafnframt síðasta helgin þar sem sýning Huldu Stefánsdóttur Jaðarstund er uppi. Kaffi á Torginu að samverum loknum.
Krossgötur hefjast aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 19. september kl. 13.00. Þá mun Skúli S. Ólafsson, prestur í Neskirkju, kynnir dagskrána í vetur og deilir frásögum úr ýmsum áttum. Eins og venjulega bjóðum við upp á vikuleg erindi með kaffiveitingum á Torginu í Neskirkju. Dagskráin er fjölbreytt og tengist ýmsum sviðum lífs og tilveru.