Fimmtudaginn 10. október kl. 20. mun Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum, halda erindi um rómantík og þjóðernisstefnu en einnig trúarleg og veraldleg viðhorf sem einkenna þessa hugmyndastefnu. Þýsk sálumessa Brahms verður einnig til umfjöllunar. Tilefnið er að kór Neskirkju flytur nú 26. október Þýska sálumessu Brahms sem kalla má eitt af öndvegisverkum rómantíkurinnar á sviði tónlistar.

Næstu þrjú fimmtudagskvöld ræðum við rómantíska hugmyndastefnu út frá ýmsum hliðum en hún hóf upp tilfinningar, skáldskap og þjóðlega þætti á 19. öld.