Rómantík

Á 19. öld höfðu hugsuðir fengið sig fullsadda af skynsemistrú og upplýsingu og tefldu fram hugmyndakerfi sem hóf upp tilfinningar, skáldskap og þjóðlega þætti. Tilefnið er að kór Neskirkju flytur nú 26. október Þýska sálumessu Brahms sem kalla má eitt af öndvegisverkum rómantíkurinnar á sviði tónlistar. Þrjú erindi verða flutt og tekur hvert á sínum þætti rómantíkurinnar.

10. október
Hugarheimur rómantíkurinnar
Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum

Í erindi sínu ræðir Sveinn Yngvi Egilsson um rómantík og þjóðernisstefnu en einnig trúarleg og veraldleg viðhorf sem einkenna þessa hugmyndastefnu. Þýsk sálumessa Brahms verður einnig til umfjöllunar.

17. október
Skáldskapur og myndlist
Gunnar Kristjánsson doktor í bókmenntum og guðfræði

Hvað lá rómantísku skáldunum og rómantísku myndlistarmönnunum á hjarta? Um þekkt myndverk og bókmenntaverk tímabilsins?“

24. október
Rómantísk guðfræði á Íslandi
Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju

Íslenskir guðfræðingar fóru ekki varhluta af alþjóðlegum hugmyndastefnum og um miðbik 19. aldar mótuðu kenningar höfunda rómantíkurinnar sýn þeirra á kristna trú. Rætt verður um þessar alþjóðlegu hugmyndir og tekin dæmi af íslenskum prestum sem tileinkuðu sér þær.