Fréttir

/Fréttir

Áslaug Gunnarsdóttir, píanóleikari 

Krossgötur þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Áslaug fyltur tónlist að eigin vali. Ekki þarf að kynna fyrir fastagestum á Krossgötum, framlag hennar. Hún kemur alltaf með eitthvað fróðlegt og áheyrilegt og setur okkur inn í heim tónlistarinnar.

By | 2017-12-11T12:34:07+00:00 11. desember 2017 12:34|

Aðventu- og ljósahátíð 10. desember

Aðventu- og ljósahátíð kl. 20. Kór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Árelía Eydís  Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent við HÍ, flytur hugleiðingu. Fermingarbörn lesa og lýsa upp stundina. Súkkulaði og piparkökur verða í boði eftir athöfnina og þá verður hægt að kaupa friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar kirkjunnar leiða stundina. 

By | 2017-12-06T16:37:46+00:00 6. desember 2017 04:37|

Fjölskylduguðsþjónusta 10. desember

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiða stundina ásamt starfsfólki barnastarfs. Við flygilinn verður Ari Agnarsson. Aðventuhressing eftir guðsþjónustuna.

By | 2017-12-08T08:58:42+00:00 6. desember 2017 04:34|

Aðventuhátíð barnanna

Neskirkja býður börnum í leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla í Vesturbænum, ásamt foreldrum, á aðventuhátíð í kirkjunni fimmtudaginn 7. desember kl. 17.30. Þar verður bæði hátíðleiki og skemmtun, aðventuljós, söngur og jólasaga. Töframaðurinn Jón Víðis bregður á leik og Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Aðventuveitingar á kirkjutorgi eftir samveruna. Umsjón hafa prestar og [...]

By | 2017-12-05T12:21:55+00:00 5. desember 2017 12:21|

Aðventuhátíð á Krossgötum

Krossgötur þriðjudaginn 5. desember kl. 13. Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju syngur. Þátttakendur í starfi eldri borgara á Vesturgötu koma í heimsókn. Heitt súkkulaði og kruðerí!

By | 2017-12-05T10:32:17+00:00 4. desember 2017 11:58|

Kristján Steingrímur Jónsson

Að lokinni messu, sunnudaginn 3. desemeber opnar sýning Kristjáns Steingríms Jónssonar myndlistarmanns í Safnaðarheimili Neskirkju. Á sýningunni verða málverk og teikningar sem unnin eru úr jarðefnum og jarðögnum frá Betlehem og Fæðingarkirkjunni.  Rætt verður um sýninguna í predikun dagsins. Sýningin stendur fram í febrúar á næsta ári.

By | 2017-11-30T13:55:03+00:00 30. nóvember 2017 01:55|

Messa, sunnudagaskóli og opnun sýningar.

Fyrsta sunnudag í aðventu verður messa  og sunnudagaskóli kl. 11. Eftir sameiginlegt upphaf færist sunnudagaskólinn í safnaðarheimilið þar sem til stendur að mála piparkökur. Í messunni syngur Drengjakór Reykjavíkur og félagar úr Kór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Skúli S. Ólafssonar þjónar fyrir altari og sr. Steinunn A. Björnsdóttir predikar. Sr. Ása Laufey [...]

By | 2017-11-30T13:52:23+00:00 30. nóvember 2017 11:35|

Sléttunga – byggð við ystu nöf

Krossgötur þriðjudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Níels Árni Lund, ráðuneytisstjóri og rithöfundur, hefur gefið út bækur um æskuslóðir sínar og fjallar um þær í erindi sínu. Kaffiveitngar. Í hádeginu fyrir Krossgötur er boðið upp á súpu og brauð gegn vægu verði.

By | 2017-11-27T08:54:47+00:00 27. nóvember 2017 08:50|

Minningar frá Madrid og nágrenni

Kristinn R. Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi fréttaritari. Pistlar hans í útvarpinu vöktu jafnan mikla athygli. Hann er áhugamaður um íslenska tungu og býr að auðugum sagnasjóði um spænska menningu og mannlíf. Kaffiveitingar. Bænastund í hádeginu. Einning er boðið upp á súpu og brauð gegn vægu verði áður en Krossgötur hefjast.

By | 2017-11-20T10:12:33+00:00 20. nóvember 2017 10:12|

Messa 19. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Gleði og söngur í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By | 2017-11-16T08:58:43+00:00 16. nóvember 2017 08:58|