Kaffihúsaguðsþjónusta 6. júlí

Kaffihúsaguðsþjónusta kl. 11:00 þar sem fólk situr með bollann og tekur þátt í helgihaldinu. Fjallað verður um texta dagsins og þeir settir í samhengi við samtímasögu auk predikunar. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Ef veður leyfir verðum við í garðinum við kirkjuna. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |2025-06-30T09:29:57+00:0030. júní 2025 09:29|

Messa 29. júní

Kaffihúsamessa í safnaðarheimilinu. Þátttakendur sitja við borð og geta fengið sér hressingu meðan á messu stendur. Ungir piltar úr sókn aðstoða við messuhald og Þorgeir Tryggvason leikur á gítar undir söng. Félagar úr kór Neskirkju leiða sönginn. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litir og blöð fyrir yngsta fólkið. Verið hjartanlega velkomin.  

By |2025-06-28T16:09:00+00:0028. júní 2025 16:09|

Prjónamessa 22. júní

Er hægt að líkja Guði við prjónandi konu eða karl? Hinn prjónandi Guð? Hin árvissa prjónamessa verður í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 11 þann 22. júní. Þar ætlum við að velta fyrir okkur skapandi handavinnu, sem einnig eykur samfélag, nýtni, veitir hugarró og svo margt fleira. Og við ætlum að tala um Guð. Formið er kaffihúsamessa [...]

By |2025-06-19T11:26:59+00:0019. júní 2025 11:05|

Kaffihúsamessa á þrenningarhátíð

Sunnudagurinn 15. júní er þrenningarhátíð. Við erum í sumarskapi og messan verður með kaffihúsasniði í safnaðarheimili kirkjunnar eins og oft á sumrin. Setið verður við borð undir helgihaldi, kaffibolli og eitthvað sætt með. Blöð og litir fyrir yngstu kynslóðina. Viðfangsefni predikunar er þrenningin, guðsmyndin, orðin sem við notum og hvers vegna. Félagar úr kór kirkjunnar [...]

By |2025-06-12T10:32:47+00:0012. júní 2025 07:23|

Sýning Hörpu Árnadóttur

Á annan í hvítasunnu, 9. júní kl. 18 opnar Harpa Árnadóttir sýningu sína, ,,Nú það er og aldrei meir/Now it is and never more" á Torginu í Neskirkju. Við byrjum í kirkjuskipinu með helgistund og förum að því loknu á Torgið þar sem gestir virða fyrir sér verkin og listakonan svarar spurningum.

By |2025-06-04T10:25:48+00:004. júní 2025 10:25|

Messa á hvítasunnudag

Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |2025-06-04T10:22:52+00:004. júní 2025 10:22|

Messa 1. júní

Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson

By |2025-05-29T12:12:12+00:0029. maí 2025 12:12|

Messa sunnudaginn 25. maí

Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Kaffi og spjall á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson

By |2025-05-20T14:23:13+00:0020. maí 2025 14:23|

Aðalsafnaðarfundur Nessóknar

Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn sunnudaginn 25. maí  kl. 9.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Venjuleg dagskrá aðalsafnaðarfundar. Sóknarnefnd Neskirkju.

By |2025-05-19T12:29:41+00:0019. maí 2025 12:28|

Vorhátíð barnastarfsins

Þann 18. maí fer hin árlega vorhátíð barnastarfsins fram. Hún hefst með fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sem leiðtogar í barnastarfinu ásamt sr. Steinunni Arnrþrúði Björnsdóttur leiða. Steingrímur Þórhallsson organisti er við hljóðfærið. Stúlknakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms og Tinnu Sigurðardóttur. Að lokinni fjölskylduguðsþjónustu förum við út í garð. Þar verður hoppukastali, andlitsmálning, grill og gleði.

By |2025-05-13T09:20:59+00:0013. maí 2025 09:20|