Fréttir

/Fréttir

Sakamál fyrri alda!

Krossgötur þriðjudaginn 20. nóvember kl. 13.00. Sett út af sakramentinu. Sakamál fyrri alda. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju fjallar um efnið. Kaffiveitingar. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By | 2018-11-19T11:17:54+00:00 19. nóvember 2018 11:17|

Messa sunnudaginn 18. nóvember

Messsa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Gleði og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Heba, Jónína og Ari. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu.

By | 2018-11-15T14:13:51+00:00 15. nóvember 2018 02:13|

Þjóðlög

Krossgötur þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður og tónskáld: Verður þjóðlögunum bjargað? Þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar um aldamótin 1900 og áhrif hennar á íslenskt tónlistarlíf. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By | 2018-11-13T08:55:49+00:00 13. nóvember 2018 08:55|

Kristniboðsdagurinn 11. nóvember

Sunnudaginn 11. nóvember er kristniboðsins minnst í Þjóðkirkjunni. Þá er að venju messa og barnastarf kl. 11. Kristján Þór Sverrisson kristniboði kemur í heimsókn og segir frá starfi kristniboðssambandssins. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni og færst svo [...]

By | 2018-11-08T11:11:38+00:00 8. nóvember 2018 11:11|

Líkamin í frosti!

Krossgötur þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður og kuldaþoli kemur í heimsókn og heldur erindi sem hann kallar: Líkamin í frosti! Kaffiveitingar. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By | 2018-11-05T14:14:31+00:00 5. nóvember 2018 02:14|

Messa og sunnudagaskóli 4. nóvember

Þann 4. nóvember verður messa og sunnudagskóli kl. 11 að vanda.  Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng í messunni undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Fjallað verður um erfiðu spurningarnar í lífinu. Tendruð verða ljós í minningu látinna. Sunnudagaskólinn hefst inni í kirkju og færist svo í safnaðarheimilið. [...]

By | 2018-11-01T10:13:36+00:00 1. nóvember 2018 10:11|

Krílasöngur fimmtudag 1. nóv. kl. 11

Nú standa yfir Óperudagar í Reykjavík. Í tilefni af því verða krílasöngvar í Neskirkju kl. 11 fimmtudaginn 1. nóvember. Leiðbeinandi er Svafa Þórhallsdóttir söngkona og er aðgangur ókeypis. Krílasöngur er ætlaður fyrir börn frá 3ja mánaða aldri til eins árs. Á stundunum er sungið og dansað og hlustað á tónlist. Í kynningu segir:   Rannsóknir [...]

By | 2018-10-31T08:28:20+00:00 30. október 2018 11:56|

Skammdegisbirta

Skammdegisbirta er heiti á samveru hér í Neskirkju sem verður í annað sinn fimmtudaginn 1. nóvember  kl. 18. Þar fléttum við saman tali, tónum, mat og skemmtilegum félagsskap. Sverrir Jakobsson ætlar að tala um nýútkomna bók sína: Kristur. Saga hugmyndar; Steingrímur organisti spilar Bach og spjallar um verkin, Þorgeir Tryggvason, gagnrýnandi Kiljunnar, les úr bók [...]

By | 2018-10-30T15:54:20+00:00 30. október 2018 11:24|

Fullveldisárið og sagnir af alþýðufólki

Krossgötur þriðjudaginn 29. október kl. 13.00. Óskar Guðmundsson sagnfræðingur: Það var fyrir hundrað árum. Fullveldisárið 1918 og sagnir af alþýðufólki. Kaffiveitingar. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By | 2018-10-30T11:30:06+00:00 29. október 2018 11:06|

Prjónahópur Neskirkju mánudagskvöld

Síðasta mánudagskvöld hvers mánaðar kl 20 er opið hús í kjallara Neskirkju fyrir áhugafólk um prjónskap og handavinnu.  Prjónahópur Neskirkju og er opinn hópur og allir velkomnir. Hellt er upp á kaffi og stundum koma einhverjir með meðlæti en aðaláherslan er á handavinnu og spjall. Umsjón með samverunum hafa Alfa Kristjánsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir. [...]

By | 2018-10-28T13:16:08+00:00 28. október 2018 01:13|