Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Helgihald jólanna í Neskirkju

Að venju verður mikið um að vera í kirkjunni okkar um jólahátíðina. Verið hjartanlega velkomin í Neskirkju! Aðfangadagur 24. desember Jólastund barnanna kl. 16 Helgistund fyrir börn og fjölskyldur þeirra meðan beðið er eftir jólunum. Stúlknakór kirkjunnar syngur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur [...]

By |22. desember 2025 13:53|

Jólastund barnanna og jólaball

Það verða sannkölluð barnajól í Neskirkju um hátíðarnar á aðfangadag kl. 16 verður jólastund barnanna í kirkjunni meðan beðið er eftir að jólin verði hringd inn. Stúlknakór Neskirkju syngur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur inn í gleði og hátíð jólanna. Þann 26. [...]

By |22. desember 2025 13:49|

Sólstöðutónleikar Steingrims Þórhallssonar

Árlegir sólstöðutónleikar Steingríms Þórhallssonar, organista Neskirkju, fara fram sunnudaginn 21. desember kl. 17. Í viðbót við frumsamin píanóverk frá liðnum árum bætast við ellefu ný sönglög við ljóð Valdimars Tómassonar úr bók hans Vetrarland. Lögin eru líkt og ljóðin augnablik í íslenskri náttúru, og tengjast vetrartímanum og sér í lagi [...]

By |16. desember 2025 11:53|

Fjórði sunnudagur í aðventu 21. desember

Sunnudaginn 21. desember verður Englakertið, hið fjórða á aðventukransinum tendrað. Það minnir okkur á englana sem boðuðu mönnum fyrst fæðingu Jesú. Á fjórða sunnudegi aðventunnar verður messa og barnastarf í Neskirkju kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Verið hjartanlega velkomin.

By |16. desember 2025 11:47|

,,Hringsólað um borgina í hálfa öld

Krossgötur mánudaginn 15. desember kl. 13.  Sigríður Arnardóttir, fjölmiðlakona og stjórnendaþjálfari. Skemmtilegt spjall í máli og myndum um höfuðborgina okkar, mannlífið og gríðarlegar breytingar í samskiptum og snertifletum borgarbúa. Sirrý Arnardóttir er Reykvíkingur, fjölmiðlakona, rithöfundur og stjórnendaþjálfari með meiru. Kaffiveitngar, kakó og jólastemming.

By |12. desember 2025 09:03|

Tónleikar: Sönghópur Marteins og Kór Neskirkju

Sunnudaginn 14. desember kl. 17 mun Sönghópur Marteins og Kór Neskirkju efna til jólatónleika í Neskirkju. Kórarnir flytja ýmis jólalög saman og í sitthvoru lagi. Kór Neskirkju er starfandi safnaðarkór í Vesturbænum og Sönghópur Marteins eru félagar úr „gamla" Dómkórnum sem starfaði undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar heitins. Verið velkomin [...]

By |12. desember 2025 09:00|

3. í aðventu, sunnudagurinn 14. desember

Messa og sýningaropnun kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið er á sínum stað með söng og gleði. Í messunni opnum við sýningu Styrmis Arnar Guðmundssonar myndlistarmanns, Ókominn slóði. Við virðum svo verkin fyrir okkur á Torginu að messu lokinni. Listamaðurinn flytur gjörning af því [...]

By |10. desember 2025 10:19|

Sigurbjörn Einarsson í Svíþjóð

Krossgötur mánudaginn 8. desember kl. 13.00. Haraldur Hreinsson, lektor og Ólafur Jón Magnússon MA í guðfræði kynna hluta af rannsóknarverkefni þeirra um Uppsalaár Sigurbjörns. Sigurbjörn Einarsson lagði stund á nám í trúarbragðasögu í Uppsölum á árunum 1933-1937 og kynntist þar þeirri miklu grósku sem einkenndi hið fræðilega umhverfi á þeim [...]

By |3. desember 2025 14:35|

Hátíð í bæ

Aðventuhátíð sunnudaginn 7. desember kl. 17. Kórinn syngur ásamt Stúlknakór Neskirkju. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Prestar kirkjunnar þjóna. Ræðumaður er Katrín Jakobsdóttir, rithöfundur með meiru.

By |1. desember 2025 14:28|

Annar sunnudagur í aðventu

Á 2. sunnudegi í aðventu verður hátíð í Neskirkju. Dagurinn hefst með fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11, þá tendrum við annað ljós aðventukranssins og kveikjum á jólaljósunum á jólatréi kirkjunnar. Krílakór Neskirkju syngur í guðsþjónustunni. Stjórnandi kórsins er Tinna Sigurðardóttir og undirleikur verður í höndum Steingríms Þórhallssonar. Sr. Jón Ómar, Kristrún og [...]

By |1. desember 2025 13:44|