Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Kveðjumessa

Messa sunnudaginn 31. ágúst kl. 11:00. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predíkar og kveður söfnuðinn. Sr. Skúli S. Sigurðsson þjónar með henni. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Við kveðjum hana með veglegu kirkjukaffi að messu lokinni.

By |27. ágúst 2025 09:55|

Messa sunnudaginn 24. ágúst

Messa kl. 11. Messuliðirnir verða kynntir. Kór Neskirkju leiðir sönginn og flytja stólvers undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Kaffi og meðlæti á Torginu að messu lokinni. Prestar eru sr. Skúli S. Ólafsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson

By |20. ágúst 2025 12:26|

Messa sunnudaginn 17. ágúst kl. 11

Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn og flytja stólvers undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Kaffi og meðlæti á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson

By |11. ágúst 2025 16:23|

Messa þann 10. ágúst

Sunnudaginn 10. ágúst verður messa kl. 11 í Neskirkju. Tvö ungmenni verða fermd í messunni. Sr. Jón Ómar Gunnarsson, þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista.

By |8. ágúst 2025 13:31|

Guðsþjónusta sunnudaginn 20. júlí.

Guðsþjónusta með kaffihúsasniði kl. 11. Sunnudag þennan ber upp á Þorláksmessu að sumri og verður fjallað um þá köllun sem mætir hverju okkar í lífinu. Félagar úr Kór Neskirkju syngja við raust. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |17. júlí 2025 13:27|

Fyrsta messa sr. Jóns Ómars Gunnarssonar

Messa kl. 11. Fyrsta messa sr. Jóna Ómars Gunnarssonar í Neskirkju. Við bjóðum hann velkominn. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallssonar. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |9. júlí 2025 09:31|

Kaffihúsaguðsþjónusta 6. júlí

Kaffihúsaguðsþjónusta kl. 11:00 þar sem fólk situr með bollann og tekur þátt í helgihaldinu. Fjallað verður um texta dagsins og þeir settir í samhengi við samtímasögu auk predikunar. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Ef veður leyfir verðum við í garðinum við kirkjuna. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |30. júní 2025 09:29|

Messa 29. júní

Kaffihúsamessa í safnaðarheimilinu. Þátttakendur sitja við borð og geta fengið sér hressingu meðan á messu stendur. Ungir piltar úr sókn aðstoða við messuhald og Þorgeir Tryggvason leikur á gítar undir söng. Félagar úr kór Neskirkju leiða sönginn. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litir og blöð fyrir yngsta fólkið. Verið [...]

By |28. júní 2025 16:09|

Prjónamessa 22. júní

Er hægt að líkja Guði við prjónandi konu eða karl? Hinn prjónandi Guð? Hin árvissa prjónamessa verður í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 11 þann 22. júní. Þar ætlum við að velta fyrir okkur skapandi handavinnu, sem einnig eykur samfélag, nýtni, veitir hugarró og svo margt fleira. Og við ætlum að tala [...]

By |19. júní 2025 11:05|

Kaffihúsamessa á þrenningarhátíð

Sunnudagurinn 15. júní er þrenningarhátíð. Við erum í sumarskapi og messan verður með kaffihúsasniði í safnaðarheimili kirkjunnar eins og oft á sumrin. Setið verður við borð undir helgihaldi, kaffibolli og eitthvað sætt með. Blöð og litir fyrir yngstu kynslóðina. Viðfangsefni predikunar er þrenningin, guðsmyndin, orðin sem við notum og hvers [...]

By |12. júní 2025 07:23|