Fréttir

Garðmessa ef veður leyfir

Sunnudaginn 7. ágúst messum við í garðinum ef veður leyfir. Ritningartextar dagsins, sem lesa má hér, fjalla um auðmýkt, fjölbreytni og þá náð sem ekki fer að okkar leikreglum.  Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng, prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.  Eftir messuna er kaffihressing að vanda.

By |2017-04-26T12:23:08+00:004. ágúst 2016 11:05|

Danskur stúlknakór heldur tónleika í Neskirkju á sunnudag

Stúlknakór Frederiksberg kirkju í Kaupmannahöfn heldur tónleika í Neskirkju þann 31. júlí kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Kórinn syngur einnig við messu í kirkjunni kl. 11 sama dag. Stúlknakórinn, Frederiksberg Sogns Pigekor, var stofnaður árið 1984 og hefur Lis Vorbeck stýrt honum frá upphafi. Í honum eru  stúlkur á aldrinum 12 – 20 ára og [...]

By |2017-04-26T12:23:08+00:0026. júlí 2016 13:29|

Guðsþjónusta 24. júlí

Guðsþjónusta kl. 11. Lítill drengur borinn til skírnar. Sungnir verða skírnarsálmar, bæði algengir og sjaldheyrðari. Svo íhugum við merkingu skírnarinnar, tákn hennar, vatnið og minnumst við skírnar okkar við skírnarfontinn.  Félagar úr Kór Neskirkju leiða söng. Undirleik annast María Kristín Jónsdóttir. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Eftir messu verður kaffihressing á torginu að vanda.

By |2017-04-26T12:23:08+00:0023. júlí 2016 20:29|

Messa sunnudaginn 17. júlí

Messa kl. 11.00. Í guðspjalli dagsins kemur fram hið kunna stef Silla og Valda - ,,af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá”. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn undir stjórn Maríu Jónsdóttur.  Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag, ávextir og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2016-07-12T12:07:35+00:0012. júlí 2016 12:07|

Messa sunnudaginn 10. júlí

Messa kl. 11:00. Fjallað verður um málefni hælisleitenda í ljósi nýliðinna atburða í Laugarneskirkju. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Ef veður leyfir sitjum við úti í blíðunni. Samfélag og kaffisopi.

By |2016-07-07T11:25:16+00:007. júlí 2016 11:25|

Messa 3. júlí

Trú, von og takkaskór er þema næsta sunnudags í messu kl. 11 þar sem skoðað verður ýmislegt sem textar dagsins og velgengnin á Evrópumótinu eiga sameiginlegt. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng, sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Heitt á könnunni aða vanda í safnaðarheimilinu að lokinni messu.

By |2016-06-29T14:19:48+00:0029. júní 2016 14:19|

Messa 26. júní

Messa kl. 11. Félagar út Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Skúli S. Ólafsson prédikar og þjónar fyirr altari. Ef veður leyfir verður messa í garðinum. Samfélaga og kaffisopi.

By |2016-06-22T11:51:37+00:0022. júní 2016 11:51|

Messa 19. júní

Þau tímamót urðu í vor í 75 ára sögu Neskirkju að sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir var ráðin prestur við kirkjuna og er hún þar með fyrsta prestvígða konan sem þar er skipuð til þjónustu. Svo skemmtilega vill til að fyrsta messa sr. Steinunnar við Neskirkju, verður 19. júní,  á sjálfan kvenréttindadaginn. Messan mun bera svip dagsins, [...]

By |2016-06-16T11:39:50+00:0016. júní 2016 11:39|

Messa 12. júní

Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Skúli S. Ólafsson prédikar og þjónar fyrir altari. Samfélaga og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2016-06-09T11:31:06+00:009. júní 2016 11:31|

Messa 5. júní

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2016-06-02T09:07:34+00:002. júní 2016 09:07|