Fréttir

Messa 16. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11:00 Félagar úr Háskólakórnum syngja undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Barnastarfið er á sínum stað með söng og leik. Kirkjukaffi að messu lokinni og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir býður upp á fræðslu um Markúsarguðspjall. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |2025-02-12T14:26:51+00:0012. febrúar 2025 14:26|

Barokkbiskupar: Þórður Þorláksson 1637-1697

Krossgötur, mánudaginn 10. febrúar kl 13.00. Þá er komið að lokaerindinu í fyrirlestrarröð um biskupa barokktímans. Þórður Þorláksson var biskup í Skálholti frá 1674 til dauðadags. Hann var maður tveggja tíma í ýmsum skilningi. Annars vegar var hann mótaður af hinum svo kallaða rétttrúnaði og galdraöldinni, alræmdu. Hins vegar var hann mótaður af vísindabyltingunni sem þá [...]

By |2025-02-07T09:41:04+00:007. febrúar 2025 09:40|

Messa 9. febrúar

Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju fjölmenna og syngja við raust undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið er á sínum stað með söng og leik. Umsjón Karen Sól, Karolína Björg og Ari. Kaffi á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |2025-02-07T09:37:31+00:007. febrúar 2025 09:35|

Messa, sunnudagaskóli, biblíulestur og bókakvöld

Það er fjölbreytt dagskrá í Neskirkju. Sunnudaginn 2. febrúar verður messa og sunnudagaskóli kl. 11 að vanda. Við hefjum stundina saman inni í kirkju en svo færist sunnudagaskólinn yfir í safnaðarheimilið þar sem Ari, Guðrún og Karólína halda uppi fjörinu. Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Steingríms organista og [...]

By |2025-01-31T09:33:46+00:0031. janúar 2025 09:33|

Markúsarguðspjall, samtal og samfélag

Biblíulestrar á sunnudögum hefjast að nýju í febrúar. Að þessu sinni verða 8 samverur og verður Markúsarguðspjall tekið fyrir. Lestrarnir eru opnir öllum. Markúsarguðspjall er af flestum fræðimönnum talið elsta guðspjallið. Það er einnig styst, aðeins 16 kaflar. Á vormisseri 2025 verða 8 biblíulestrar sem sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir. Lestrarnir eru jafnan á sunnudögum, [...]

By |2025-01-27T09:53:55+00:0027. janúar 2025 09:53|

Barokkbiskupar: Þorlákur Skúlason

Krossgötur mánudaginn 27. janúar kl. 11. Þorlákur biskup Skúlason (1597 - 1656) Af Þorláki er ættarnafnið Thorlacius dregið. Móðir hans Steinunn var laundóttir Guðbrands biskups Þorlákssonar. Hann ólst upp hjá föður sínum og lærði hjá honum auk námsdvalar í Kaupmannhöfn. Hann tók svo við biskupsembættinu á Hólum og þótti vitur maður og lærður. Í þessu erindi [...]

By |2025-01-22T15:28:57+00:0022. janúar 2025 15:28|

Sunnudagurinn 26. janúar

Messa og sýningaropnun kl. 11:00. Við opnum og ræðum sýningu Þórdísar Jóhannesdóttur, Gerð. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Reykjavíkur. Listamaðurinn dregur fram örmyndir úr tilverunni og setur þær trúarlegt í samhengi. Barnstarfið er á sínum stað með söng og leik. Kirkjukaffið er veglegt í tilefni opnunarinnar. Kór Neskirkju syngur við raust undir stjórn Steingríms organista [...]

By |2025-01-22T15:25:08+00:0022. janúar 2025 15:25|

Messa 19. janúar

Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn organistans, Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið fer fram á sama tíma undir stjórn leiðtoganna. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og leggur hann út af þeim kunna texta þegar Jesús breytti vatni í vín.

By |2025-01-17T08:34:14+00:0017. janúar 2025 08:34|

Barokkbiskupar: Brynjólfur Sveinsson á Krossgötum

Krossgötur kl. 13.00 mánudaginn 20. janúar. Brynjólfur Sveinsson (1605–1675) var heimsmaður og dvaldi hann langdvölum í Kaupmannahöfn og á Ítalíu. Hann var innanbúðarmaður hjá kóngi og vann að því að safna íslenskum fornhandritum sem gegndu þýðingarmiklu hlutverki í sjálfsmynd Danaveldis. Það var einmitt um það leyti sem hann kom Hallgrími Péturssyni til náms við Frúarskólann [...]

By |2025-01-16T09:19:05+00:0016. janúar 2025 09:19|

Augljós: samtal um kirkjulist og verk Þórdísar Erlu Zoëga

Sunnudagskvöldið 19. janúar kl. 18:00 ræðum við sýningu Þórdísar Erlu Zoëga, Augljós, sem er á Torginu í Neskirkju. Við fáum tvö erindi um kirkjulist og loks ræðir listamaðurinn verk sín. Dr Sigurjón Árni Eyjólfsson, prestur og MA í listasögu: Caspar David Friedrich: Að móta nýtt myndmál. Fjallar verður um verk Munkurinn á ströndini. En Caspar David Friedrich [...]

By |2025-01-16T09:15:07+00:0016. janúar 2025 09:15|