Messa 27. ágúst
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftur messu.
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftur messu.
Sunnudaginn 13. ágúst verður messa kl. 11 að vanda. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallsonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litir og blöð eru í boði fyrir yngsta fólkið. Kaffihressing og samfélag á kirkjutorgi eftir messu.
Sunnudaginn 7. ágúst kl. 11 verður útimessa og kaffihúsastemning við Neskirkju ef veður leyfir. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffi og hressing á kirkjutorgi eftir messu, eða undir messu ef við verðum úti. Litir og blöð fyrir yngsta fólkið.
Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur predikar við messu kl. 11 sunnudaginn 30. júlí. Sigurbjörn hefur skrifað fjölda bóka og blaðagreina. Síðustu ár hefur hann einnig deilt þeirri reynslu að lifa með krabbameini og hefur hann verið mörgum hvatning og styrkur með skrifum sínum. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar fyrir altari og félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Undirleikari [...]
Þann 23. júlí verður messa kl. 11 að venju. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng við gítarundirleik. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Það eru allir hjartanlega velkomnir í sumarmessurnar okkar. Litir, blöð og myndir til reiðu fyrir börnin í kirkjunni. Kaffihressing og samfélag eftir messu á Kirkjutorgi.
Messa kl. 11 sunndaginn 16. júlí. Stefanía Steinsdóttir, guðfræðingur og umsjónarmaður barnastarfs kirkjunnar, predikar. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Barnahorn með litum og blöðum fyrir yngsta fólkið. Hressing og samvera á kirkjutorgi eftir messu.
Messa kl. 11. Ef veður leyfir verður hún haldin í garði kirkjunnar. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag, kaffi og spjótmintutei að hætti hússins eftir messu.
Þann 2. júlí að lokinni messu kl. 12 opnar sýningu Mörtu Maríu Jónsdóttur, ,,Um snúning himintunglanna", í Safnaðarheimili Neskirkju. Marta María Jónsdóttir (f.1974) nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk Mastersgráðu í myndlist frá Goldsmiths Collage í London árið 2000. Í verkum sínum kannar Marta mörkin á milli teikningar og málverks. Litur skipar stórt [...]
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. María Krístín Jónsdóttir situr við orgelið. Prestar sr. Skúli S. ÓIafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Eftir messu opnar Marta María Jónsdóttir sýninguna „Um snúning himintuglanna“ á Torginu. Samfélag og kaffiveitingar.
Næst komandi mánudag, 26. júní, lýkur sýningu Gretar Reynissonar 20 40 60 í safnaðarheimili Neskikju en hún hefur staðið síðan 2. apríl. “Sá, sem aðeins vill vona, er huglaus; sá sem aðeins vill minnast, er makráður; en sá, sem vill endurtekninguna, er manneskja. Hefði sjálfur Guð ekki viljað endurtekninguna, hefði heimurinn aldrei orðið til. Hann hefði þá [...]