Fréttir

Engar áhyggjur? Messa og sunnudagaskóli

"Verið ekki áhyggjufull" er stef í guðspjalli næsta sunnudags og virðist í fljótu bragði stinga í stúf við allt sem við heyrum í fréttum. Þetta verður rætt í predikun dagsins í messu sem hefst kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista, prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn verður á [...]

By |2018-09-05T11:47:13+00:005. september 2018 11:47|

Barnakórar Neskirkju byrja að nýju 5. september

Æfingar hjá barnakórum Neskirkju hefjast að nýju þann 5. september og verða æfingarnar á miðvikudögum í vetur. Stjórnandi er Þórdís Sævarsdóttir, tónlistarkennari. Eldri kór Eldri kór (5. bekkur og eldri) æfir kl. 14.30 og yngri kór (2. – 4. bekkur) kl. 15.30. Þau yngri börn sem eru í Selinu eru sótt þangað en gert er [...]

By |2018-08-31T11:22:42+00:0031. ágúst 2018 10:34|

Sunnudagaskólinn hefst 2. september

Þann 2. september er messa kl. 11. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Háskólakórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem einnig leikur undir söng. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Þessi dagur markar einnig upphaf barnastarfs. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 inni í kirkju og færist svo í safnaðarheimilið. Umsjón hafa Jónína Ólafsdóttir og Katrín Helga Ágústsdóttir [...]

By |2018-08-30T10:53:57+00:0030. ágúst 2018 10:53|

Hvernig breyttu „fjórar dætur Guðs“ Íslandi?

Þriðjudaginn 4. september kl. 17.00 flytur Jørn Øyrehagen Sunde, prófessor við lagadeild háskólans í Björgvin erindið :Hvernig breyttu „fjórar dætur Guðs“ Íslandi? Magnús lagabætir, Jónsbók og samfélagsbyltingin á 13. öld Árið 1281 eignuðust Íslendingar sína eigin lögbók, sem kölluðu er Jónsbók. Með lögfestingu hennar má segja að „fjórar dætur Guðs“ hafi lokið vegferð sinni alla [...]

By |2018-08-30T08:47:36+00:0030. ágúst 2018 08:47|

Listamannaspjall: Páll Jakob Líndal ræðir við Daniel Reuter

Að lokinni messu, klukkan 12.00 sunnudaginn 2. september, ræðir dr. Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur við listamanninn Daniel Reuter um verk hans sem prýða Torgið í safnaðarheimili Neskirkju. Myndir Reuters lýsa samspili náttúru og manngerðra fyrirbæri og viðfangsefni Páls, umhverfissálfræðin, lætur sig varða stöðu manneskjunnar í umhverfi sínu. Dr. Skúli S. Ólafsson stýrir umræðum.

By |2018-08-30T08:43:35+00:0030. ágúst 2018 08:43|

Prjónamessa 19. ágúst

Sunnudaginn 19. ágúst kl. 11 verður prjónamessa. Félagar úr prjónahóp sem hittist í kirkjunni aðstoða í messunni og þau sem vilja eru hvött til að mæta með prjóna, hekl eða saumaskap í messuna. Sr. Steinunn Arnþrúður ætlar að glíma við fagnaðarerindi handavinnunnar og félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir dyggri stjórn Steingríms [...]

By |2018-08-16T16:31:22+00:0016. ágúst 2018 16:31|

Kaffihúsamessa í garðinum

Sunnudaginn 12. ágúst verður messa kl. 11. Ef veður leyfir verður kaffihúsamessa í garðinum en annars leitum við skjóls í kirkjunni. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng, prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ungir sem aldnir velkomnir, litir og blöð fyrir yngstu þátttakendurna. Andleg og líkamleg næring þessa gleðihelgi.

By |2018-08-09T10:55:53+00:009. ágúst 2018 10:55|

Gítarmessa þann 22. júlí

Messa kl. 11 þann 22. júlí. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng við gítarundirleik Þorgeirs Tryggvasonar. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Allir eru velkomnir í messu, ungir sem aldnir. Blöð og litir á staðnum fyrir yngsta fólkið. Kaffi og samfélag á Kirkjutorginu eftir messu.

By |2018-07-20T11:52:49+00:0020. júlí 2018 11:52|

Messa 15. júlí

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2018-07-12T11:03:22+00:0012. júlí 2018 11:03|

Engar erfidrykkjur í júlí

Vegna sumarleyfa starfsmanna í júlí getum við ekki boðið aðstandendum upp á safnaðarheimilið fyrir erfidrykkjur. Beðist er velvirðingar á þessu en í ágústmánuði hefst starfsemin að nýju.

By |2018-07-06T11:37:37+00:006. júlí 2018 11:37|