Fréttir

Messa á þrettánda

Messa og barnastarf sunnudaginn 6. janúar kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. María Krístín Jónsdóttir situr við orgelið. Prestar sr. Skúli S. ÓIafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga Ágústdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2019-01-03T10:42:54+00:003. janúar 2019 10:42|

Nú árið er liðið… Aftansöngur á Gamlársdag kl. 18

Nú árið er liðið í aldanna skaut... Við kveðjum árið 2018 við aftansöng kl. 18 á Gamlársdag og syngjum saman áramótasálma. Kór Neskirkju leiðir sönginn og syngur fyrir okkur og við aftansönginn er hátíðartónið sungið. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og organisti Steingrímur Þórhallsson.

By |2018-12-30T22:16:48+00:0030. desember 2018 14:36|

Pílagrímamessa og sunnudagaskóli

Þann 30. desember verður messa og sunnudagaskóli kl. 11 að venju. Messan verður með pílagrímaþema og er hugleiðing út frá 23. sálmi Davíðs. Þetta er tækifæri til kyrrðar og íhugunar í árslok. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, organisti er Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng. Sunnudagaskólinn er í umsjá Katrínar [...]

By |2018-12-28T11:11:16+00:0028. desember 2018 11:11|

Aftansöngur á gamlárskvöld

Aftansöngur kl. 18. Félagar úr kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

By |2018-12-28T11:09:32+00:0028. desember 2018 11:09|

Nýársdagur

Hátíðarmessa á nýársdag kl. 14. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |2018-12-28T11:08:57+00:0028. desember 2018 11:08|

Fjölbreytt dagskrá um jól og áramót

Börn og fullorðnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskrá kirkjunnar um jól og áramót. Mikilvægast er að vera saman og þiggja nærveru ásvina í faðmi Guðs. Settu inntak jólanna í forgang um hátíðarnar og taktu þátt í helgihaldi í kirkjunni þinni. Megi góður Guð gefa þér og þínum gleðileg jól. Starfsfólk og prestar Neskirkju.

By |2018-12-28T11:12:38+00:0027. desember 2018 19:52|

Aðfangadagur, Jólastund barnanna kl. 16

Helgistund fyrir börn og fjölskyldur þeirra meðan beðið er eftir jólunum. Barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur inn í gleði og hátíð jólanna. Steingrímur Þórhallsson leikur undir söng, Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina ásamt Rúnar Reynissyni og starfsfólki barnastarfsins.

By |2018-12-23T10:22:49+00:0023. desember 2018 10:23|

Aðfangadagur, aftansöngur kl. 18

Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Fjölnir Ólafsson syngur einsöng. Prestar eru sr. Skúli S. Ólafsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir sem predikar.

By |2018-12-23T10:24:40+00:0023. desember 2018 10:22|

Nóttin var sú ágæt ein, kl. 23.30

Sungnir verða jólasálmar og vonartextar Biblíunar lesnir. Háskólakórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Sr. Skúli S. Ólafsson leiðir stundina. Þessi samvera færir okkur kyrrð og helgi eftir gleði og glaum kvöldsins.

By |2018-12-23T10:22:07+00:0023. desember 2018 10:21|

Þorláksmessa og sunnudagaskóli

Á Þorláksmessu er messa og sunnudagaskóli kl. 11 að vanda. Í messunni verður rætt um heilagan Þorlák og hefðir í lífi okkar og við njótum þess að syngja jólasálma við undirleik Steingríms Þórhallssonar. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Þau Katrín Helga Ágústsdóttir og Ari Agnarsson halda uppi fjörinu í sunnudagaskólanum í tali og tónum og [...]

By |2018-12-20T10:37:04+00:0019. desember 2018 09:56|