Fréttir

Uppvöxtur og uppskera

Uppskerumessa 7. október kl. 11. Messan er helguð gjöfum jarðar. Þakkir færðar í tali og tónum. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kór Neskirku syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín, Heba og Ari. Grænmetissúpa úr aldingarði organistans í boði eftir messu ásamt góðu samfélagi!

By |2018-10-04T09:14:53+00:004. október 2018 09:14|

Skammdegisbirta

Fimmtudaginn 4. október kl. 18 hefst dagskrárröð í Neskirkju sem gengur undir nafninu, Skammdegisbirta. Kvöldið hefst á höfugum Bachtónum sem Steingrímur Þórhallsson töfrar fram úr orgelinu. Steingrímur kynnir tónlistina og tónskáldið. Gestir ganga svo að borðum þar sem matarmikil súpa er borin fram. Eftir skvaldur og skraf ræðir sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, draumaprestur, um þetta [...]

By |2018-10-02T12:12:03+00:002. október 2018 12:12|

Krossgötur 2. október

Krossgötur 2. október kl. 13.00. Kjartan Jónsson, sóknarprestur í Ástjarnarkirkju og kristniboði fjallar um Afríku í máli og myndum. Kaffiveitingar og samsöngur. Í hádeginu, eða kl. 12.10, er boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig er í hádeginu hægt að kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By |2018-10-01T12:00:47+00:001. október 2018 12:00|

Messa 30. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar út Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í sunnudagskólanum í safnaðarheimilinu. Umsjón Katrín, Heba og Ari. Kaffisopi og samfélaga á Torginu eftir messu.

By |2018-10-01T11:54:49+00:0027. september 2018 09:00|

Krossgötur 25. september

Krossgötur miðvikudaginn 25. september kl. 13. Heimsókn í Þjóðminjasafnið. Ljósmyndasýningin Hver er á myndinni? skoðuð. Lagt af stað frá kirkjunni fljótlega eftir kaffisopa kl 13. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By |2018-09-24T10:39:13+00:0024. september 2018 10:38|

Messa 23. september

Messa og barnastarf kl. 11. Líf og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín, Heba, Jónína og Ari. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Sýning Siggu Bjargar, Blettur, á Torginu í safnaðarheimilinu verður opnuð að messu lokinni og fjallað verður um verkin í predikun. Kaffiveitingar.

By |2018-09-20T08:36:00+00:0020. september 2018 08:33|

Blettur

Sýning Siggu Bjargar, Blettur, opnar á Torginu sunnudaginn 23. september.  Að vanda verða verkin til umfjöllunar í predikun dagsins og í framhaldi af messunni verður sýningin formlega opnuð. Sigga Björg Sigurðardóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Stuttu eftir það flutti hún til Skotlands og útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist [...]

By |2018-09-19T10:07:25+00:0019. september 2018 10:02|

Draumaprestur!

Krossgötur þriðjudaginn 18. septembar kl. 13.00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafavogskirkju, fjallar um drauma og merkingu þeirra. Söngur og kaffiveitingar. Í hádeginu eða kl. 12.10 verður boðið upp á bænastund og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By |2018-09-17T13:28:11+00:0017. september 2018 13:28|

Messa 16. september

Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Sigfús Kristjánsson. Barnastarfið er á sínum stað. Umsjón Jónína, Katrín og Ari. Samfélag á Torginu að messu lokinni.

By |2018-09-13T12:51:00+00:0013. september 2018 12:51|

Krossgötur: Hjarta landsins!

Krossgötur hefjast að nýju þriðjudaginn 11. september kl. 13. Tómas Guðbjartsson læknir verður fyrsti gestur haustsins og fjallar um lífið og landið undir fyrirsögninni Hjarta landsins! Að venju verður boðið upp á kaffiveitngar og síðan verður efnt til fjöldasöng við undirleik. Í hádeginu eða kl. 12.10 verður boðið upp á bænastundir í vetur og íhugun í [...]

By |2018-09-10T14:09:51+00:0010. september 2018 14:09|