Fréttir

Hljóð, ljóð og sjón

Næsta fimmtudag 7. febrúar kl. 18 verður þriðja Skammdegisbirtu daskráin.  Boðið verður upp á barokk ábreiður, sagt frá fjölbreyttum listferli Gerðar Helgadóttur og ljóðskáldið Haukur Ingvarsson veltir fyrir sér spurningum sem varða trú og trúleysi. Og svo verður að venju boðið upp á súpu og drykki. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar má sjá hér!

By |2019-02-05T14:25:51+00:005. febrúar 2019 14:22|

Einelti

Krossgötur þriðjudaginn 5. febrúar kl. 13.00. Kristjana M. Sigmundsdóttir og Þorlákur Helgi Helgason, baráttufólk gegn einelti. Elta minningarnar okkur ævina út? Um einelti í æsku. Kaffiveitingar.

By |2019-02-05T08:03:14+00:005. febrúar 2019 08:03|

Messa og sunnudagaskóli 3. febrúar

Sunnudagurinn 3. febrúar er bænadagur að vetri. Þann er er að venju messa og sunnudagaskóli kl. 11. Við hefjum stundirnar saman inni í kirkju en barnastarfið færir sig síðan yfir í safnaðarheimilið. Kór Neskirkju syngur í messunni og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Barnastarfið [...]

By |2019-01-31T13:08:46+00:0031. janúar 2019 13:08|

Kyrrðarbæn – námskeið

Dagsnámskeið um Kyrrðarbæn (Centering Prayer) verður haldið í Neskirkju þann 2. febrúar frá kl. 10 – 15. Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd frá frumkristni. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð. Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem gengur út á að hvíla í nærveru Guðs [...]

By |2019-01-30T09:04:28+00:0030. janúar 2019 09:04|

Heimsókn í Þjóðminjasafnið

Krossgötur þriðjudaginn, 29. janúar kl. 13.00. Sýningin Kirkjur Íslands opnar í Þjóðminjasafninu í tilefni þess að lokið er útgáfu samnefndrar ritraðar. Þar er að finna merkilegar myndir og heimildir af íslenskum kirkjum. Hópurinn hittist fyrst í Neskirkju og fær sér hressingu.

By |2019-01-28T12:10:11+00:0028. janúar 2019 12:10|

Messa 27. janúar

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúi S. Ólafsson. Sögur, söngur, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. Umsjón Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2019-01-25T10:19:28+00:0025. janúar 2019 10:19|

Núvitund og vellíðan

Krossgötur þriðjudaginn 22. janúar kl. 13.00. Bryndís Jóna Jónsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og umsjónarmaður Nútvitundarsetursins fjallar um úvitund og vellíðan. Kaffiveitingar og samsöngur.

By |2019-01-21T09:07:27+00:0021. janúar 2019 09:02|

Messa 20. janúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Söngur, sögur og gleiði í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2019-01-17T10:14:39+00:0017. janúar 2019 10:14|

Stormur í aðsigi

Krossgötur þriðjudaginn 15. janúar kl. 13.00. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, spjallar um veðrið í fortíð og framtíð. Boðið upp á kaffiveitingar.

By |2019-01-15T09:46:16+00:0014. janúar 2019 12:27|

Messa 13. janúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. María Krístín Jónsdóttir situr við orgelið. Prestar sr. Skúli S. ÓIafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga Ágústdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2019-01-10T10:38:48+00:0010. janúar 2019 10:38|