Fréttir

Beethoven á Krossgötum

Krossgötur þriðjudaginn 4. desember kl. 13.00. Áslaug Gunnarsdóttir, píanóleikari, og Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir, fiðluleikari, kynna og flytja sónötu eftir Beethoven. Randalínur og heit súkkulaði! Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By |2018-12-03T12:01:11+00:003. desember 2018 11:58|

1. sunnudagur í aðventu

Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur eru sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson sem predikar. Söngur, gleði og gaman í barnastarfinu í umsjá Katrínar Helgu Ágústsdóttur, Magrétar Hebu Atladóttur og Ara Agnarssonar. Að lokinni messu verður sýningin „Gerður Helgadóttir“ opnuð. Listamaðurinn skipar [...]

By |2018-11-29T12:00:48+00:0029. nóvember 2018 12:00|

Prjónahópurinn í jólaskapi

Prjónahópur Neskirkju hittist kl. 20 á mánudagskvöld, 26. nóvember í kjallara kirkjunnar. Þetta er opinn hópur og allir velkomnir sem hafa áhuga á handavinnu. Þetta kvöld verðum við í jólaskapi og koma má með jólahandavinnu til að sýna, auk hinnar hefðbundnu handavinnu. Kaffi og hressing.  

By |2018-11-25T23:17:23+00:0025. nóvember 2018 23:16|

Sunnudagaskóli, messa og kvöldmessa þann 25. nóvember

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þennan síðasta sunnudag kirkjuársins. Háskólakórinn syngur í messunni undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem einnig leikur undir. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólanum stýra Katrín Helga Ágústsdóttir og Margrét Heba Atladóttir við hressan undirleik Ara Agnarssonar. Þar má búast við miklum söng og leik. Samfélag og hressing á Torginu að [...]

By |2018-11-21T15:33:23+00:0021. nóvember 2018 15:29|

Sakamál fyrri alda!

Krossgötur þriðjudaginn 20. nóvember kl. 13.00. Sett út af sakramentinu. Sakamál fyrri alda. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju fjallar um efnið. Kaffiveitingar. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By |2018-11-19T11:17:54+00:0019. nóvember 2018 11:17|

Messa sunnudaginn 18. nóvember

Messsa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Gleði og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Heba, Jónína og Ari. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu.

By |2018-11-15T14:13:51+00:0015. nóvember 2018 14:13|

Þjóðlög

Krossgötur þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður og tónskáld: Verður þjóðlögunum bjargað? Þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar um aldamótin 1900 og áhrif hennar á íslenskt tónlistarlíf. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By |2018-11-13T08:55:49+00:0013. nóvember 2018 08:55|

Kristniboðsdagurinn 11. nóvember

Sunnudaginn 11. nóvember er kristniboðsins minnst í Þjóðkirkjunni. Þá er að venju messa og barnastarf kl. 11. Kristján Þór Sverrisson kristniboði kemur í heimsókn og segir frá starfi kristniboðssambandssins. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni og færst svo [...]

By |2018-11-08T11:11:38+00:008. nóvember 2018 11:11|

Líkamin í frosti!

Krossgötur þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður og kuldaþoli kemur í heimsókn og heldur erindi sem hann kallar: Líkamin í frosti! Kaffiveitingar. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By |2018-11-05T14:14:31+00:005. nóvember 2018 14:14|

Messa og sunnudagaskóli 4. nóvember

Þann 4. nóvember verður messa og sunnudagskóli kl. 11 að vanda.  Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng í messunni undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Fjallað verður um erfiðu spurningarnar í lífinu. Tendruð verða ljós í minningu látinna. Sunnudagaskólinn hefst inni í kirkju og færist svo í safnaðarheimilið. [...]

By |2018-11-01T10:13:36+00:001. nóvember 2018 10:11|