Fréttir

Heimsókn á Njáluslóðir

Krossgötur þriðjudaginn 1. október. Krossgötufólk heldur í langferð á vettvang þessarar mögnuðu Íslendingasögu. Þetta verður fróðlegur og skemmtilegur dagur og auðvitað njótum við góðra kaffiveitinga. Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 13.00. Ferðinn kostar 3.000 kr. Farastjóri er Guðbjörn Sigurbjörnsson.

By |2019-10-01T07:59:01+00:001. október 2019 07:59|

Örnámskeið um Biblíuna 28. september

Hvers konar bók er Biblían? Eða hvers konar ritsafn, því að hún er samsafn bóka. Hvenær var hún skrifuð? Hverjir skrifuðu hana? Hvers vegna? Stutt námskeið  verður um Biblíuna, gerð, tilurð og túlkun í safnaðarheimili Neskirkju laugardaginn 28. september kl. 10 - 12. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennarar eru prestar kirkjunnar, dr. Steinunn A. [...]

By |2019-09-26T12:03:31+00:0026. september 2019 12:01|

Fjölskylduguðsþjónusta 29. september

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Létt tónlist, saga, íhugun og rými þar sem við getum valið svæði, samið bæn, þegið blessun, kveikt á kerti og fleira. Boðið verður upp á bangsablessun fyrir þau sem koma með mjúkleikföngin. Sr. Steinunn A. Björnsdóttir leiðir stundina ásamt starfsfólki sunnudagaskólans og Ari Agnarsson leikur undir. Hressing og samfélag á torginu að [...]

By |2019-09-26T11:57:01+00:0026. september 2019 11:57|

Stjúpur í ævintýrum

Krossgötur þriðjudaginn 24. september kl. 13.00. Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur og starfar á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, segir frá vondum og góðum stjúpum. Kaffi og kruðerí.

By |2019-09-23T09:58:50+00:0023. september 2019 09:58|

Uppskerumessa

Uppskerumessa 22. september kl. 11. Messan er helguð gjöfum jarðar. Þakkir færðar í tali og tónum. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kór Neskirku syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét H. Atladóttir og Ari Agnarssson. Grænmetissúpa úr aldingarði organistans í boði eftir messu [...]

By |2019-09-19T11:05:07+00:0019. september 2019 08:35|

Njáluslóðir

Krossgötur þriðjudaginn 17. september kl. 13. Guðbjörn Sigurbjörnsson, kennari og farastjóri fjallar um Njálu og undirbýr okkur fyrir ferð á slóðir hennar! Kaffi og kruðerí!

By |2019-09-17T11:42:05+00:0017. september 2019 11:42|

Messa og sunnudagaskóli 15. september

Sunnudaginn 15. september er messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Þór Ólafsson prestur á Melstað tekur þátt í messunni,  predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sunnudagaskólinn er í umsjá Rúnars Reynissonar og Ara Agnarssonar. Þar má búast [...]

By |2019-09-12T10:35:54+00:0012. september 2019 10:35|

Krossgötur

Krossgötur hefjast á morgun þriðjudaginn 10. september kl. 13.00. Þá kemur Kristján Gíslason heimshornaflakkari og segir okkur ferðasögur úr heimsreisu. Samfélag, kaffi og kruðerí! Dagskrá haustsins!

By |2019-09-09T09:10:12+00:009. september 2019 09:10|

Messa 8. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Söngur, sögur, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét H. Atladóttir og Ari Agnarssson. Samfélag og kaffisopi eftir messu á Torginu.

By |2019-09-06T08:36:35+00:006. september 2019 08:36|

Sunnudagskólinn að byrja

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins. Söngur, leikur, sögur. Umsjón hefur vaskur hópur: Katrín H. Ágústsdóttir, Margrét H. Atladóttir, Gunnar T. Guðnason og Ari Agnarsson sem leikur undir söng. Í messunni syngur kór Neskirkju og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir og umræðuefnið er óvæntar uppákomur [...]

By |2019-08-29T15:52:10+00:0029. ágúst 2019 15:50|