Fréttir

Hátíðarmessa fyrsta sunnudag í aðventu

Fyrsta sunnudag í aðventu er hátíðarmessa og barnastarf kl. 11 í Neskirkju. Drengjakór Reykjavíkur syngur, undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar, ásamt Kór Neskirkju. Stjórnandi og organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. Kaffi, piparkökur og randalínur að [...]

By |2019-11-29T12:45:45+00:0028. nóvember 2019 09:36|

Messa og sunnudagaskóli 24. nóvember – Kirkjuáramót

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 24. nóvember sem er síðasti sunnudagur kirkjuársins - gamlársdagur kirkjurársins. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Söngur og sögur í sunnudagaskólanum sem er í umsjá Margrétar Hebu Atladóttur, Gunnars Th. Guðnasonar og Ara Agnarssonar. Hressing og [...]

By |2019-11-21T09:43:47+00:0021. nóvember 2019 09:43|

Konurnar í Biblíunni

Krossgötur þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13. Skúli S. Ólafsson, prestur í Neskirkju, fjallar um konur í Biblíunni. Fjallað verður sérstaklega um Evu, Rut og Söru. Söngur og kaffiveitingar að hætti húsins.

By |2019-11-18T09:34:57+00:0018. nóvember 2019 09:34|

Messa 17. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Háskóla kórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Söngur, gleði og gaman í barnastarfinu. Umsjón Katrín H. Ágústsdóttir, Ágúst Þór Þórsson og Ari Agnarsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.

By |2019-11-14T11:20:43+00:0014. nóvember 2019 11:20|

Ættfræðigrúsk

Krossgötur þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Stefán Halldórsson, ættfræðingur, fjallar um ættfræðigrúsk á tölvuöld. Kaffiveitingar og söngur.

By |2019-11-11T10:16:53+00:0011. nóvember 2019 10:16|

Messa og opnun listsýningar

Sunnudaginn 10. nóvember verður messa, barnastarf og opnun listsýningar Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur kl. 11. Félagar í Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Fjallað verður um sýningu Önnu Júlíu, Ég hef misst sjónar á þér, í predikun. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, gleði og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Margrét Heba Atladóttir, Gunnar Th. [...]

By |2019-11-07T11:03:16+00:007. nóvember 2019 11:03|

Ég hef misst sjónar af þér

Sunnudaginn 10. nóvember kl. 12 opnar einkasýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur Ég hef misst sjónar af þér í Safnaðarheimili Neskirkju. Hluti sýningarinnar teygir anga sína yfir til gömlu Loftskeytastöðvarinnar á Brynjólfsgötu, skrifstofuhúsnæði Náttúruminjasafns Íslands, þar sem eitt verkanna er sýnt á þakkanti hússins. Á sýningunni gerir Anna Júlía samband manns og náttúru að viðfangsefni sínu og sækir [...]

By |2019-11-05T09:21:07+00:005. nóvember 2019 09:20|

Næring og hollusta

Krossgötur þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent og verkefnastjóri í öldrunarfræðum fjallar um næringu og hollustu. Kaffiveitingar og söngur!

By |2019-11-04T11:18:27+00:004. nóvember 2019 11:18|

Regnbogamessa

Sunndaginn 3. nóvember kl. 18 er komið að sýningarlokum á Torginu í Neskirkju en þá tökum við niður verk listafólksins Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Af því tilefni efnum við til Regnbogamessu í Neskirkju og að henni lokinni gefst fólki kostur á að ganga um Torgið og virða listaverkin fyrir sér. Prestar Neskirkju [...]

By |2019-10-31T11:43:53+00:0031. október 2019 11:24|

Matthías Jochumsson

Krossgötur þriðjudaginn 29. oktkóber kl. 13.00. Gunnar Kristjánsson, doktor í guðfræði kemur í heimsókn og fjallar um mótun Matthíasar Jochumssonar. Kaffiveitingar.

By |2019-10-28T11:05:04+00:0028. október 2019 11:05|