Fréttir

Stjúpur í ævintýrum

Krossgötur þriðjudaginn 24. september kl. 13.00. Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur og starfar á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, segir frá vondum og góðum stjúpum. Kaffi og kruðerí.

By |2019-09-23T09:58:50+00:0023. september 2019 09:58|

Uppskerumessa

Uppskerumessa 22. september kl. 11. Messan er helguð gjöfum jarðar. Þakkir færðar í tali og tónum. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kór Neskirku syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét H. Atladóttir og Ari Agnarssson. Grænmetissúpa úr aldingarði organistans í boði eftir messu [...]

By |2019-09-19T11:05:07+00:0019. september 2019 08:35|

Njáluslóðir

Krossgötur þriðjudaginn 17. september kl. 13. Guðbjörn Sigurbjörnsson, kennari og farastjóri fjallar um Njálu og undirbýr okkur fyrir ferð á slóðir hennar! Kaffi og kruðerí!

By |2019-09-17T11:42:05+00:0017. september 2019 11:42|

Messa og sunnudagaskóli 15. september

Sunnudaginn 15. september er messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Þór Ólafsson prestur á Melstað tekur þátt í messunni,  predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sunnudagaskólinn er í umsjá Rúnars Reynissonar og Ara Agnarssonar. Þar má búast [...]

By |2019-09-12T10:35:54+00:0012. september 2019 10:35|

Krossgötur

Krossgötur hefjast á morgun þriðjudaginn 10. september kl. 13.00. Þá kemur Kristján Gíslason heimshornaflakkari og segir okkur ferðasögur úr heimsreisu. Samfélag, kaffi og kruðerí! Dagskrá haustsins!

By |2019-09-09T09:10:12+00:009. september 2019 09:10|

Messa 8. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Söngur, sögur, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét H. Atladóttir og Ari Agnarssson. Samfélag og kaffisopi eftir messu á Torginu.

By |2019-09-06T08:36:35+00:006. september 2019 08:36|

Sunnudagskólinn að byrja

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins. Söngur, leikur, sögur. Umsjón hefur vaskur hópur: Katrín H. Ágústsdóttir, Margrét H. Atladóttir, Gunnar T. Guðnason og Ari Agnarsson sem leikur undir söng. Í messunni syngur kór Neskirkju og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir og umræðuefnið er óvæntar uppákomur [...]

By |2019-08-29T15:52:10+00:0029. ágúst 2019 15:50|

Messa 25. ágúst

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2019-08-22T11:30:31+00:0022. ágúst 2019 11:30|

Fermingarfræðsla

Á morgun, fimmtudaginn 15. ágúst, hefst fermingarfæðslan hér í Neskirkju. Kynningarfundur vegna starfsins framundan verður miðvikudaginn 14. ágúst kl. 20. Þar verður farið yfir dagskrá vetrarins og ýmis praktísk mál og spurningum svarað. Aðalnámskeiðið er síðan haldið í ágúst og verður dagana 15, 16., 19. og 20. ágúst frá 10 – 15 og kvöldið 20. ágúst [...]

By |2019-08-14T13:58:25+00:0014. ágúst 2019 13:56|

Messa og opnun sýningarinnar Regnbogabraut

Sunnudaginn 11. ágúst verður messa kl. 11 og opnun sýningarinnar “Regnbogabraut: Falin saga í 1200 ár”. Í messunni munu félagar úr kór Neskirkju leiða söng við undirleik Rósu Kristínar Baldursdóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Að venju leggjum við áherslu á að allir eru velkomnir í messuna, ungir sem aldnir. Það verða blöð og [...]

By |2019-08-08T12:05:19+00:008. ágúst 2019 11:40|