Fréttir

Messa 16. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Douglas Brotchie. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleiði í safnaðarstarfinu. Umsjón Gunnar Thomas Guðnason, Árni Þór Þórsson og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2020-02-13T11:30:51+00:0013. febrúar 2020 11:30|

Svefn á Krossgötum

Krossgötur þriðjudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnráðgjafi, fjallar um hvað svefninn skiptir miklu máli og hvernig við getum öðlast betri svefn. Söngur og kaffiveitingar.

By |2020-02-10T11:43:38+00:0010. febrúar 2020 11:43|

Messa 9. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Gunnar Thomas Guðnason, Margrét Heba Atladóttir og Ari Atladóttir. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2020-02-07T11:22:26+00:007. febrúar 2020 11:22|

Skammdegisbirta

Skammdegisbirta fimmtudaginn 6. febrúar kl. 18. Yfirskrift næstu er: ,,Það er kominn gestur…" og eru prestar þar í  forgrunni. Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona og handritshöfundur segir frá prestinum í hinum vinsælu þáttum, Pabbahelgum. Hún sýnir valin brot úr þáttunum og segir frá hugmyndinni að baki þeim. Þorgeir Tryggvason bókmenntafræðingur  fjallar um sögulega presta í erindinu: Nokkrir íslenskir bókmenntaprestar [...]

By |2020-02-03T14:23:19+00:003. febrúar 2020 14:23|

Krossgötur 4. febrúar

Krossgötur þriðjudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Már Jónsson, sagnfræðingur, flytur erindi sem hann kallar Draumar séra Sæmundar Hólm 1794. Kaffiveitingar og söngur.

By |2020-02-03T11:22:50+00:003. febrúar 2020 11:22|

Messa og sunnudagaskóli 2. febrúar

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 2. febrúar. Við hefjum leikinn saman inni í kirkju en svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimili. Þar verður fjör að venju undir stjórn Katrínar, Árna og Ara, sem sér um undirleik. Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er [...]

By |2020-01-30T14:44:16+00:0030. janúar 2020 14:44|

Prjónahópur Neskirkju – opið kvöld

Prjónahópur Neskirkju hittist jafnan síðasta mánudagskvöld í hverjum mánuði. Mánudaginn 27. janúar kl. 20 er fyrsta samveran á nýju ári.  Þetta eru opnar samverur þar sem fólk kemur með handavinnuna sína og hittir annað áhugafólk um handavinnu, prjónar, heklar, saumar og spjallar. Kaffi og te á staðnum.

By |2020-01-27T11:10:05+00:0027. janúar 2020 11:10|

Halaveðrið mikla

Krossgötur kl. 13.00. Steinar J. Lúðvíksson, rithöfundur, fjallar um Halaveðrið mikla 1925. Söngur, samfélag og kaffiveitingar.

By |2020-01-27T09:32:02+00:0027. janúar 2020 09:31|

Messa sunnudaginn 26. janúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur, leikir og gleðið í sunnudagaskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi eftir messu á Torginu.

By |2020-01-23T10:20:07+00:0023. janúar 2020 10:20|

Ég hef misst sjónar af þér

Núna stendur yfir sýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur Ég hef misst sjónar af þér í safnaðarheimili Neskirkju. Fimmtudaginn 23. janúar kl. 17. mun mun Anna Júlía segja frá verkum sínum í samtali við Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur, sýningarstjóra og Hildigunni Sverrisdóttur, arkitekt sem situr í Sjónlistaráði Neskirkju.

By |2020-01-20T10:27:26+00:0020. janúar 2020 10:24|