Fréttir

Messa á þrenningarhátíð

Messa kl. 11 á þrenningarhátíð, 12. júní. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sjómannasálmar einnig sungnir í tilefni dagsins sem er líka sjómannadagurinn. Litir og blöð fyrir yngstu kynslóðina.  Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Hressing og samfélag á torginu að lokinni messu.

By |2022-06-07T14:40:36+00:007. júní 2022 14:40|

Helgihald um hvítasunnu

Á hvítasunnudag er hátíðarmessa kl. 11. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Eftir messuna er hressing og samfélag á Torginu. Á mánudag, annan í hvítasunnu, kl. 18 er helgistund í garði og safnaðarheimili. Kórinn syngur nokkur lög, sr. [...]

By |2022-06-02T16:21:54+00:002. júní 2022 16:21|

Messa sunnudaginn 28. maí

Messa kl. 11 sunnudaginn 28. maí.  Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Blöð og litir eru á staðnum fyrir yngsta fólkið.  Hressing og samfélag á Torginu eftir messu. Verið öll hjartanlega velkomin.

By |2022-05-27T06:30:05+00:0027. maí 2022 06:28|

Vortónleikar Kórs Neskirkju

Kór Neskirkju lýkur vetrarstarfi sínu með tvennum vortónleikum.  Þeir fyrri verða laugardaginn 21. maí kl. 16:00 í Skálholtskirkju. Þeir síðari þriðjudaginn 24. maí kl. 20:00 í Neskirkju. Á efnisskránni eru fjölbreytt verk eftir íslensk og erlend tónskáld. Þar má nefna verkin Lyng og Harpa kveður dyra úr smiðju Steingríms Þórhallssonar, stjórnanda kórsins, Örlög Þóru Marteinsdóttur [...]

By |2022-05-23T08:06:35+00:0023. maí 2022 08:06|

Sunnudagurinn 22. maí

Messa kl. 11.00. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu. Sýning Þrándar Þórarinssonar, Hóllavallagarður, stendur yfir á Torginu.

By |2022-05-20T09:05:22+00:0020. maí 2022 09:03|

Sunnudagurinn 15. maí

Messa og barnastarf kl. 11.00. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Umsjón Ari Agnarsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir. Kaffi og samfélag á Torginu eftir messu. Minnum á sýningu Þrándar Þórarinssonar, Hólavallagarður, sem er á Torginu.

By |2022-05-12T09:04:38+00:0012. maí 2022 09:04|

Hólavallagarður – Þrándur Þórarinsson

Sýning Þrándar Þórarinssonar sem opnuð verður í Neskirkju, beinir sjónum að Hólavallagarði, eða Gamla kirkjugarðinum eins og hann er oftar nefndur, ásamt með nánasta umhverfi garðsins, en með ákveðinni áherslu á það fólk sem grafið er í garðinum, kannski sérstaklega þær persónur sem hafa gert tilkall til framhaldslífs á hinn allra ókristilegasta máta, það er [...]

By |2022-05-05T10:52:44+00:005. maí 2022 10:52|

Messa 8. maí

Messa og barnastarf kl. 11.00. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í sunnudaskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Fyrir messu eða kl. 10. er aðalfundur safnaðarins. Eftir messu verður sýning Þrándar Þórarinssonar, Hólavallagarður, opnuð á Torginu.

By |2022-05-05T10:49:37+00:005. maí 2022 10:47|

Aðalfundur Nessóknar

Aðalfundur Nessóknar verður haldinn sunnudaginn 8. maí n.k. kl. 10.00 í safnaðarheimilinu. Venjuleg aðafundarstörf. Allir velkomnir.

By |2022-04-29T17:34:13+00:0029. apríl 2022 17:22|

Vorhátíð Neskirkju 1. maí

Vorhátíð barnastarfsins í Neskirkju verður 1. maí og hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Bryndísar Láru Eggertsdóttur. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar og leiðir stundina með Kristrúnu Guðmundsdóttur. Undirleikur Ari Agnarsson, sem einnig leikur á harmonikku úti eftir eftir guðsþjónustu, þar sem verður hoppkastali, andlitsmálning, og fjör. Starfsfólk Neskirkju grillar pylsur [...]

By |2022-04-26T13:53:45+00:0026. apríl 2022 13:49|