Fréttir

Stuttmyndin Jósef á 21. öldinni

Einelti er aldrei í lagi!!! Í Tíu til tólf ára starfi Neskirkju hefur á vormisseri verið fjallað um virðingu, vináttu og einelti. Við fengum því nokkra hugrakka sjálfboðaliða úr hópnum til að leika með okkur stuttmynd sem byggir á sögunni af Jósef syni Jakobs í 1. Mósebók 37-50 en sagan er mikið stytt og heimfærð [...]

By |2007-03-20T13:33:38+00:0020. mars 2007 13:33|

Þorskur konungur

Þann 9. mars 2007 heimsótti Ólafur Hannibalsson, blaðamaður, Saltfiskdaga í Neskirkju og flutti þar aldeilis frábært erindi undir yfirskriftinni Þorskur konungur. Erindið er hægt að nálgast hér og kunnum við Ólafi bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að birta það.

By |2007-03-19T16:16:17+00:0019. mars 2007 16:16|

Messa og barnastarf 18. mars kl. 11

Í messu n.k. sunnudag, 18. mars mun sr. Þórhildur Ólafs prédika og þjóna fyrir altari. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið er á sama tíma undir stjórn Guðmundu og Bjargar. Kaffisopi eftir messu.

By |2007-03-16T09:38:27+00:0016. mars 2007 09:38|

Saltfiskur á föstu/dögum

Fjórði saltfiskdagurinn í Neskirkju, 16. mars kl. 12-13. Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við HÍ, verður sérstakur gestur og spjallar við matargesti. Máltíðin kostar kr. 1.200 og rennur hluti andvirðis hennar til líknarmála. Á sjöunda tug matargesta kom s.l. föstudag. Velkomin í suðrænan saltfisk í Neskirkju!

By |2007-03-15T07:53:58+00:0015. mars 2007 07:53|

Fyrirgefning

Í Opnu húsi miðvikudaginn 14. mars mun Salvör Nordal, heimspekingur og forstöðukona Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands fjallar um efnið „Er eitthvað ófyrirgefanlegt?‘“. Opið hús er alla miðvikudaga og byrjar kl. 15 með kaffiveitingum á Torginu.

By |2007-03-12T16:33:22+00:0012. mars 2007 16:33|

Messa 11. mars kl. 11

Líf og gleði ríkir í Neskirkju þar sem jafnan kemur saman góður hópur fólks hvern sunnudag. Sr. Örn Bárður Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Messan hefst á skírn. Barnastarf á sama tíma.

By |2007-03-10T19:14:39+00:0010. mars 2007 19:14|

Erfiðir textar næsta sunnudag

Á vefslóðinni hér að neðan er hægt að nálgast lexíu, pistil og guðspjall næsta sunnudags sem sóknarpresturinn er að glíma við. Hann sagði matargestum á Saltfiskdögum frá þessari glímu sinni við textana og að þeir gætu ásamt öðrum fengið að heyra afraksturinn í messunni n.k. sunnudag 11. mars kl. 11. Smelltu hér til að sjá [...]

By |2007-03-09T13:55:29+00:009. mars 2007 13:55|

Á sjöunda tug í saltfiski

Aðsóknarmet var slegið í dag á Saltfiskdögum í Neskirkju en á sjöunda tug mættu í mat og hlýddu á Ólaf Hannibalsson, blaðamann, flytja mjög fróðlegt erindi sem hann byggði á bók er hann þýddi og ber heitið Ævisaga þorsksins.Næsta föstudag, 16. mars, kemur dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við HÍ í heimsókn og fræðir [...]

By |2007-03-09T13:48:39+00:009. mars 2007 13:48|

Saltfiskur á föstu/dögum

Þriðji saltfiskdagurinn í Neskirkju, 9. mars kl. 12-13. Ólafur Hannibalsson, þýðandi merkrar bókar um þorskinn, segir frá henni og fleiru. Máltíðin kostar kr. 1.200 og rennur hluti andvirðis hennar til líknarmála. Velkomin í suðrænan saltfisk í Neskirkju!

By |2007-03-08T11:29:18+00:008. mars 2007 11:29|