Fréttir

Opið hús

Gestur í Opnu húsi í Neskirkju á miðvikudaginn kemur, 14. þ.m., verður dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur sem segir frá föður sínum, Jakob Jónssyni dr. theol., fyrrum sóknarpresti í Hallgrímskirkju. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.

By |2007-11-13T16:08:05+00:0013. nóvember 2007 16:08|

Þrennuskírn og Sigríður Hrönn

Mikil hátíð var í messu í Neskirkju á kristniboðsdegi. Hópskírnin var eins og á kristniboðsakrinum. Davíð Kári er á fyrsta ári, Gunnar er tæplega tveggja ára og Una er fermingarstúlka – allt afar mannvænlegt fólk. Svo prédikaði Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, guðfræðingur og kristniboði. Myndirnar sem hún dró upp frá Austur-Afríku eru sláandi. Prédikunin er hér [...]

By |2007-11-11T13:35:15+00:0011. nóvember 2007 13:35|

Mikið um dýrðir í unglingastarfi Neskirkju

Á þriðjudaginn síðasta var mikið um dýrðir í Neskirkju þegar yfir 80 ungmenni á fermingaraldri gengu um hverfið með söfnunarbauka fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Sama kvöld tók NeDó, unglingastarf Neskirkju og Dómkirkju, þátt í keilumóti ÆSKR. Lesið áfram, skoðið myndir og fáið nánari fregnir. […]

By |2007-11-08T11:05:58+00:008. nóvember 2007 11:05|

Næsti kyrrðardagur 10. nóvember

Hefur þú áhuga á andlegri heilbrigði þinni? Viltu dekra við sál þína? Næsti kyrrðardagur Neskirkju verður laugardaginn 10. nóvember. Dagskrá hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16. […]

By |2007-11-08T00:00:00+00:008. nóvember 2007 00:00|

11.11.11 í Neskirkju

Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er í ár 11. nóvember. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, guðfræðingur og kristniboði, prédikar í Neskirkju í messunni. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Í messuna 11.11. og kl. 11 eru allir velkomnir. […]

By |2007-11-08T00:00:00+00:008. nóvember 2007 00:00|

Foreldramorgnar

Fimmtudaginn 8. nóvember kemur Herdís Storgaard á foreldramorgna og fræðir um slysavarnir barna. Kaffi á könnunni. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10 til 12.

By |2007-11-07T13:56:10+00:007. nóvember 2007 13:56|

Opið hús

Dr. Guðrún Kvaran prófessor, orðabókaritsjóri og formaður Biblíuþýðingarnefndar flytur erindi í Opnu húsi n.k. miðvikudag, 7. nóvember, sem hún nefniir: Kirkjubiblía, biblíuhefð og tryggðin við frumtextanna. Kaffiveitingar á Torginu. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15.

By |2007-11-06T09:33:01+00:006. nóvember 2007 09:33|

Allra heilagra messa

Í messunni sunnudaginn 4. nóvember verður íhuguð himinvist og hjálp Guðs. Á allra heilagra messu er gott að koma í kirkju, minnast látinna ástvina, biðja og heyra boðskap vonar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. […]

By |2007-11-02T12:42:26+00:002. nóvember 2007 12:42|

Fyrirbænir

Í hverri viku ársins er fyrirbænamessa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Við upphaf er leikið á orgel og klukkum hringt. Síðan er sunginn sálmur, lesinn ritningartexti og prestur flytur örhugvekju. Eftir fyrirbænir er altarisganga. […]

By |2007-10-30T14:35:02+00:0030. október 2007 14:35|

Fyrirbænir

Í hverri viku ársins er fyrirbænamessa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Við upphaf er leikið á orgel og klukkum hringt. Síðan er sunginn sálmur, lesinn ritningartexti og prestur flytur örhugvekju. Eftir fyrirbænir er altarisganga. Það eru lífsgæði að ganga í guðshús í miðri viku og njóta himinveislu. […]

By |2007-10-30T14:29:58+00:0030. október 2007 14:29|