Fréttir

Starfsfólk leikskóla á fræðsludegi í Neskirkju.

Laugardaginn 17. maí var öllu starfsfólki leikskóla í Vesturbæ boðið á fræðsludag á vegum Dómkirkju og Neskirkju. Markmið dagsins var að bjóða upp á uppbyggilega fræðsludagskrá til að styðja við það góða starf sem starfsfólk leikskólanna er að vinna. Við tókum fullt af myndum á þessum skemmtilega degi og þökkum öllum þáttakendum fyrir. [...]

By |2008-05-18T15:56:05+00:0018. maí 2008 15:56|

Messa kl. 11 – og guðsþjónusta Ísfirðinga kl. 14 – og fyrirbænir á milli athafna! – og vorferð barna!

Þrenningarhátíð. Tvær athafnir sunnudaginn 18. maí. Í þeirri fyrri syngur Kór Neskirkju. Organisti Jón Bjarnason. Súpa og brauð ásamt kaffi eftir messu. Fyrirbænir fyrir sjúkum með handayfirlagningu og smurningu með olíu kl. 12.30. Í seinni athöfninni leiðir hópur Ísfirðinga sönginn. Organisti Guðný Einarsdóttir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari við báðar athafnirnar. [...]

By |2008-05-17T09:33:29+00:0017. maí 2008 09:33|

Sumarferðin okkar – gleði og gaman.

Það er tilhlökkun í barnastarfinu fyrir sumarferð barnastarfsins sem verður farin nú á sunnudaginn. Stefnan er tekin á Sandgerði þar sem skoðað verður safnasvæði, grillaðar pulsur og haldin helgistund í Hvalsneskirkju. Allir velkomnir - við byrjum í messu kl 11:00 - kostar ekki krónu.

By |2008-05-16T10:19:52+00:0016. maí 2008 10:19|

Blátt áfram í Neskirkju

Miðvikudaginn 14. maí var haldið fræðslukvöld um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Foredrafélög leikskólanna Gullborg, Vesturborg, Ægisborg, Sæborg og Hagaborg stóðu fyrir kvöldinu sem var vel sótt enda mikilvægt málefni sem snertir okkur öll. […]

By |2008-05-15T00:00:00+00:0015. maí 2008 00:00|

Skýrsla BaUN veturinn 2007-2008

Aðalsafnaðarfundur Neskirkju var haldinn 4.maí og var þar farið yfir atburði og starf síðastliðins vetrar.Barna og unglingastarf vetrarins var blómlegt og fjölbreytt og kennir þar margra grasa.Áhugasamir geta nú lesið skýrslu Barna- og Unglingastarfs Neskirkju.

By |2008-05-14T00:00:00+00:0014. maí 2008 00:00|

Óvanur að sjá heilagan anda?

Kannski er okkar samtími hentugur fyrir vitundarvíkkun? Við þörfnumst öll strekkingar eigin anda, trúarstrekkingar. Hvítasunnuprédikun Sigurðar Árna var að vonum um Andann góða sem alls staðar kemur við sögu. Æfðu þig í að sjá Heilagan anda í viðburðum lífsins.

By |2008-05-13T10:33:07+00:0013. maí 2008 10:33|

Annar í hvítasunnu

Hvað er Andi Guðs og hvernig verkar hann? Í messunni kl. 11. annan hvítasunnudag prédikar sr. Sigurður Árni Þórðarson um hlutverk hins andlega í lífi og veröld. Þeir sr. Toshiki Thoma þjóna fyrir altari. Organisti Steingrímur Þórhallsson og félagar úr kór Neskirkju syngja.

By |2008-05-11T16:25:03+00:0011. maí 2008 16:25|

Hvítasunnudagur hátíðarmessa kl. 11

Gjöf Heilags anda fagnað. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuhópur þjónar. Sunnudagaskóli samhliða messu. Súpa, brauð og kaffi á Torginu eftir messu. Fyrirbæn fyrir sjúkum kl. 12.30 með handayfirlagningu og helgri olíu. Prédikunina er hægt að lesa og hlust á hér.

By |2008-05-10T00:00:00+00:0010. maí 2008 00:00|

Sumarferð Sunnudagaskólans 18. maí

Sunnudaginn 18. maí verður farin árleg sumarferð Sunnudagaskólans. Börn og foreldrar, afar og ömmur hittast í messu safnaðarins klukkan 11 og síðan liggur leiðin með rútum til Sandgerðis, þar sem við munum skoða safnasvæði, grilla og hafa gaman. Allir eru velkomnir og þátttaka er öllum að kostnaðarlausu.

By |2008-05-09T14:34:17+00:009. maí 2008 14:34|

Myndarlegir fermingarhópar

Fimm sérstakar fermingarmessur voru í Neskirkju vorið 2008. Fermingarbörnin voru 101, sem gengu upp að altarinu og sögðu sín lífsjá. Áður en athafnirnar hófust voru hóparnir myndaðir. Með því að smella á orðið myndir má sjá þetta myndarlega fólk. Tvær myndir eru af pálmasunnudagshópnum.

By |2008-05-05T15:48:51+00:005. maí 2008 15:48|