Fréttir

Opið hús 6. október

Að fjölskylduböndin séu kærleiksbönd. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir starfaði sem kennari og meðferðarfulltrúi áður en hún vígðist til þjónustu í Þjóðkirkjunni. Nú starfar hún sem Dómkirkjuprestur þar sem margir leita til hennar þegar kreppir að í fjölskyldum. Opið hús er alla miðvikudaga og hefst kl. 15. með kaffiveitingum á Torginu. Sjá dagskrá.

By |2017-04-26T12:23:37+00:004. október 2011 10:24|

Bolli, börn og breytendur.

Sr. Bolli Pétur Bollason prestur í Laufási í Eyjafirði er þessa helgi staddur í Reykjavík með hóp 20 æskulýðskrakka úr sókninni að njóta borgarinnar og fræðast. Í morgun var komið við í Neskirkju þar sem Guðjón Andri og Þorsteinn Breytönd fræddu krakkana um umhverfismál, mannréttindi og annað sem brennur á Breytendum, æskulýðshóp Hjálparstarfs kirkjunnar. Fleiri [...]

By |2017-04-26T12:23:37+00:001. október 2011 11:47|

Messa 2. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Prédikunina er hægt að lesa og hlusta á hér.

By |2011-09-29T15:19:56+00:0029. september 2011 15:19|

Hlutverk kirkjunnar í samfélagsþróuninni

„Hlutverk kirkjunnar í samfélagsþróuninni“ er yfirskrift erindis sem Sigríður Gudmarsdóttir flytur á Torginu á föstudaginn. Í örerindi sínu gengur Sigríður út frá því að Þjóðkirkjan hafi sem stofnun og fjöldahreyfing hlutverki að gegna í samfélagsþróuninni. Hún setur fram þrjár tilgátur um það hvað þurfi að gerast til þess að svo megi verða og lítur hin [...]

By |2017-04-26T12:23:38+00:0028. september 2011 18:37|

Þjóðgildin og hugsanleg frávik frá þeim.

Opið hús kl. 15 miðvikudaginn 28. september. Efnahagsmál ber jafnan hátt íumræðum um þjóðmál á Íslandi. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og kennari við HR, ræðir um hvaða lærdóma er hægt að draga af hruni og úrvinnslu þess. Eins veltir hann fyrir sér gildum í íslensku þjóðlífi og frávik sem varða hrunið. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. [...]

By |2017-04-26T12:23:38+00:0027. september 2011 10:59|

Afdrep í amstri dagsins

Í vetur verður boðið upp á rólega stund síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 18. Þar fara saman fallegir söngvar og trúarleg íhugun sem ætti að höfða til allra. Sr Sigurvin Jónsson leiðir stundirnar en Steingrímur Þórhallsson leiðir tónlistina ásamt gestum. Í fyrstu stundinni þriðjudaginn 27. september mun Stúlknakór Neskirkju syngja nokkur lög. Afdrep í amstri dagsins.

By |2017-04-26T12:23:38+00:0027. september 2011 09:22|

Trúir þú á kraftaverk?

Kraftaverkasögur eru opnunarsögur. Tilgangur þeirra er ekki þekkingarfræðilegur, heldur varðar hamingju manna og lausn fjötra. Kraftaverk varða kraft tilverunnar en ekki úrelta heimsmynd, Guðstengsl en ekki náttúrulögmál. Sagan af laugarbarminum er um nýtt upphaf og nýtt líf. Texti prédikunar 25. september 2011 er að baki þessari smellu. Þar er einnig hægt að nálgast upptöku, þ.e. [...]

By |2017-04-26T12:23:38+00:0026. september 2011 15:28|

Kraftaverkamessa 25. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkja leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Thoma. Messuþjónar eru Droplaug og Sesselja. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |2011-09-23T13:52:00+00:0023. september 2011 13:52|

Þátttökusamfélag

Framtíðarhópur kirkjuþings efnir til hádegisfunda í safnaðarheimili Neskirkju þessar vikurnar. Viðfangsefnið er kirkjan, starf hennar og starfsmöguleikar. Í dag verður rætt um þjóðkirkjuna sem þátttökusamfélag. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir mun halda "örerindi" og síðan verða umræður. Samfélagið gott, hugmyndir greindar, engin orðafæð og örugglega góð súpa. Verið velkomin kl. 12 - 13 á Neskirkjutorgið.

By |2011-09-23T10:31:41+00:0023. september 2011 10:31|

Ástin, tónlistin og fjölskyldan.

Opið hús miðvikudaginn 21. september. Ástin, tónlistin og fjölskyldan. Inga Rós Ingólfsdóttir er sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og fram-kvæmdastjóri Listvinafélags Hallgríms-kirkju. Hún mun segja frá hvernig tónlistin hefur fléttast inn í uppeldi og líf hennar og stórfjölskyldu. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15. Kaffiveitingar í upphafi. Sjá dagskrá!

By |2017-04-26T12:23:38+00:0020. september 2011 15:35|