Fréttir

Bach og Steingrímur

Tónleikar Steingríms Þórhallssonar organista  í hádeginu á miðvikudögum halda áfram. Tónleikarnir eru tileinkaðir Bach og í vor munu Steingrímur spila kóraforspil hans, Orgelbuchlein og Leipzig kóralforspilin eða sálmaforleikir, sem að flestra mati eru tónsmíðaleg undur. N.k. miðvikudag, 19. mars, er komið að föstuforleikjum, en þar eru margir gullmolar í orgelbuchlein. Einnig verður Leipzig bókin heimsótt á ný. Tónleikarnir [...]

By |2014-03-18T09:24:48+00:0018. mars 2014 09:24|

Norðurljós

Söngsveitin Fílharmónía og Kór Neskirkju halda sameiginlega tónleika í Neskirkju laugardaginn 15. mars kl. 17. Efnisskráin er fjölbreytt og inniheldur verk eftir bæði íslenska og erlenda höfunda frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar. Kórarnir syngja ýmist í sitthvoru lagi eða saman. Saman flytja kórarnir m.a. „Northern lights“ eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo (1978). Stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu er [...]

By |2017-04-26T12:23:22+00:0015. mars 2014 10:00|

Messa sunnudaginn 16. mars

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2014-03-14T13:11:23+00:0014. mars 2014 13:11|

Krossgötur 12. mars

Krossgötur miðvikudaginn 12. mars kl. 13.30. Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur. Hvað er lífefnafræði? Frumkvöðlastarf, fyrirtækjarekstur, nýsköpun. Þjóðfélagsmál, strjónmál. Kaffiveitingar.

By |2014-03-10T11:23:44+00:0010. mars 2014 11:23|

Messa sunnudaginn 9. mars

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Messuþjónar aðstoða. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og léttar veitingar á Torginu eftir messu.

By |2014-03-06T09:40:55+00:006. mars 2014 09:40|

Súpa dagsins

Miðvikudaginn 5. mars verður boðið upp á grænmetissúpu (kókosmjólk, paprika, brokkolí, hvítkál, gulrætur, sætarkartöflur, laukur og hvítlaukur) í hádeginu á Kaffitorginu. Verð fyrir súpu og brauð er 900 kr. Kaffitorg Neskirkju býður upp á gæða súpur í hádeginu alla virka daga.

By |2014-03-05T10:25:31+00:005. mars 2014 10:25|

Löngumýri í Skagafirði

Langar þig að taka þátt í æfintýri? Það er spurningin á krossgötum Neskirkju, miðvikudaginn 5. mars. Þórey Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Elli-málaráðs og orlofsbúðastjóri, kemur í heimsókn og segir frá Löngumýri, sýnir myndir og lætur nokkrar skemmtisögur flakka.

By |2014-03-03T17:10:40+00:003. mars 2014 17:10|

Sunnudagurinn 2. mars

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór og stúlknakór Neskirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur og Steingríms Þórhallssonar organista: Unglingar úr æskulýðsfélaginu NeDó þjóna. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2014-02-27T13:42:39+00:0027. febrúar 2014 13:42|