Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa 8. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Stúlknakór Neskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin L. Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, gleði og gaman í sunnduagskólanum og Nebbi kemur í heimsókn. Umsjón Katrín, Oddur, Skúli og Ari. Loks er boðið upp á kaffisopa á Torginu [...]

By |5. nóvember 2015 12:28|

Sálumessa eftir Fauré

Á dánardegi Gabriel Fauré þann 4. nóvember næstkomandi mun Kór Neskirkju flytja verkin Requiem og Cantique de Jean Racine, Op. 11. Þá verða einnig flutt verkin Pie Jesu eftir L. Niedermeyer og Calme des nuits eftir C. Saint-Saëns. Flytjendur á tónleikunum ásamt Kór Neskirkju eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Fjölnir Ólafsson [...]

By |2. nóvember 2015 15:46|

Krossgötur 4. nóvember

Krossgötur kl. 13.30. Sigrún Gunnarsdóttir talar um þjónustu og auðmýkt í fari leiðtogans. Sigrún Gunnarsdóttir er lektor í hjúkrunarfræði og hefur unnið að málefnum þjónandi forystu á Íslandi. Kaffi og kruðrerí í boði og allir hjartanlega velkomnir.

By |2. nóvember 2015 13:25|

Samtal á Kirkjutorgi: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kemur á Samtal á Kirkjutorgi í Neskirkju fimmtudaginn 5 nóvember kl 17:00. Hann ræðir um hugmyndir, hugsjónir og framtíðarsýn þá sem býr að baki árangri í íþróttastarfi. Gylfi Dalmann hefur staðið í fararbroddi á sviði leiðtogafræða innan Háskólans og formaður KR. Áhugavert verður að heyra hvernig hann [...]

By |2. nóvember 2015 11:46|

Messa 1. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Skúli S. Ólafsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, gleði og gaman í sunnduagskólanum og Nebbi kemur í heimsókn. Umsjón Katrín, Sigurvin og Ari. Loks er boðið upp á kaffisopa á Torginu þar sem [...]

By |28. október 2015 11:28|

Kyrrðarstund í hádeginu

Að vanda er kyrrðarstund í hádeginu í Neskirkju á miðvikudögum. Samveran hefst kl. 12 með orgeltónlist. Við syngjum sálma og hugleiðum út frá Guðs orði.    

By |28. október 2015 11:21|

Krossgötur miðvikudaginn 28. október

Krossgötur kl. 13.3o. Jakobsbréf: Vegvísir á vegi viskunnar. Sigurvin Lárus Jónsson prestur fjallar um bréf Jakobs bróður Jesú og ræðir hvernig höfundur bréfsins telur að öðlast megi heilindi með því að byggja líf sitt á fjallræðu Jesú. Kaffiveitingar.  

By |27. október 2015 12:33|

Messa og barnastarf 25. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Einsöngur Elín Auðbjörg Pétursdóttir nemi í Söngskólanum í Reykjavík. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, gleði og gaman í sunnduagskólanum og Nebbi kemur í heimsókn. Umsjón sr. Skúli og Ari. [...]

By |22. október 2015 11:25|

Íslenskuskennsla barna af erlendum uppruna

Krossgötur miðvikudaginn 21. október kl. 13.30. Sigríður Ólafsdóttir fjallar um rannsókn sína á tvítyngdum börn-um og bendir á nauðsyn þess að kenna þeim íslensku sem hún segir vera forsendu þess að þeim vegni vel hérlendis. Kaffiveitingar.  

By |20. október 2015 09:37|

Húsfyllir í afa og ömmu messu!

Hvert sæti kirkjunnar var skipað í morgun þegar afa og ömmu messa fór fram í Neskirkju. Mikið var um dýrðir og endurspeglaði messan líflegt kórstarf í kirkjunni. Við sem að messunni stóðum þökkum kærlega fyrir samfélagið og erum þegar farin að leggja höfuðið í bleyti hvernig við getum endurtekið leikinn!

By |18. október 2015 20:34|