Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa 13. mars

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hljómur kór eldri borgara í Neskirkju og Barnakór Neskirkju syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallsson organisti og Jóhanna Halldórsdóttir. Prestur Skúli S. Ólafsson. Í messunni verður Aron Flavið Luciano fermdur. Eftir messu verður opnuð sýning á vekrum Hrafnkels Sigurðssonar á Torginu. Kaffiveitingar og samfélag.

By |10. mars 2016 10:25|

Samtal um Ríkisútvarp

Krossgötur miðvikudaginn 9. mars kl. 13.30. Ævar Kjartansson, guðfræðingur og útvarpsmaður. Ekkert er ónæmt fyrir breytingum og ríkisútvarpið er þar engin undantekning. Hvers má vænta ofan úr Efstaleiti og hvað stendur til? Kaffiveitingar.

By |7. mars 2016 19:13|

Æskulýðsdagurinn 6. mars

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar í Neskirkju. Guðsþjónusta kl. 11 með barnakór og stúlknakór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallssonar og Jóhönnu Halldórsdóttur. Umsjón með stundinni hafa sr. Sigurvin, Katrín Helga, Andrea Ösp og Oddur Mar. Stefanía Steinsdóttir guðfræðinemi og Una Torfadóttir flytja hugleiðingar. Veitingar og samfélag á Torginu að venju. Fögnum æskunni saman.

By |3. mars 2016 11:34|

Saltfiskur

Föstudaginn 4. mars verður framreiddur suðrænn saltfiskur í hádegin á Kaffitorgi Neskirkju eins og alla föstudag á föstu. Fastan stendur í 7 vikur, er forn hefð þar sem fólk er hvatt til að íhuga líf Krists, þjáningu hans og dauða. Föstur eru þekktar innan flestra trúarbragða. Kristnir menn hafa fastað á [...]

By |3. mars 2016 11:25|

Er þjónandi forysta þrælgóð forysta?

Samtal á Kirkjutorgi fimmtudaginn 3. mars kl. 17. Sigurður Ragnarsson sviðsstjóri viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst. Fjallað verður um hvers vegna þjónandi forysta nýtur mikilla vinsælda og velt upp nokkrum þáttum sem mögulega liggja þar að baki. Í þessu samhengi verður hugleitt hvað það þýðir að þjóna og leiða og hvers [...]

By |2. mars 2016 09:18|

Upp, upp mín sál

Krossgötur miðvikudaginn 2. mars kl. 13.30. Heimsókn í Hallgrímskirkju. Mæting kl. 13.15 í Neskirkju eða kl. 13.30 í Hallgrímskirkju. Sr. Sigurður Árni Þórðarson tekur á móti hópnum. Þessi fyrrum Neskirkju-prestur er nú búinn að koma sér vel fyrir uppi á Skólavörðuholti. Hann býður okkur í lyftuferð, kaffi og skemmtilegheit.

By |1. mars 2016 12:18|

Saltfiskur

Saltfiskur í hádeginu í dag kl. 12., föstudag, eins og alla föstudag á föstu. Reiddur verður fram suðrænn saltfiskur sem Ólafía Björnsdóttir mátráður Neskirkju eldar.  

By |26. febrúar 2016 08:35|

Messa 28. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Sigurvin Lárus Jónsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín, Oddur og Ari. Samfélag, súpa og kaffisopi eftir messu á Torginu.

By |26. febrúar 2016 08:32|

Saltfiskur á föstu/dögum

Saltfiskur í hádeginu í dag kl. 12., föstudag, eins og alla föstudag á föstu. Reiddur verður fram suðrænn saltfiskur sem Ólafía Björnsdóttir mátráður Neskirkju eldar. Fastan stendur í 7 vikur, er forn hefð þar sem fólk er hvatt til að íhuga líf Krists, þjáningu hans og dauða. Föstur eru þekktar innan [...]

By |19. febrúar 2016 10:07|

Messa 21. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Í messunni verður Benedikt Jóhannesson fermdur. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Andrea, Ari, Katrín og Oddur. Kaffisopi og samfélag eftir messu á Torginu.

By |19. febrúar 2016 09:58|