Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa 1. maí

Messa og barnastarf sunnudaginn 1. maí kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Andrea, Ari, Karen, Oddur og Stefanía. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |28. apríl 2016 11:17|

Matjurtarækt á Íslandi

Á Krossgötum miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.30 mun Brynhildur Bergþórsdóttir, formaður matjurtaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands koma í heimsókn og tala um að hverju þarf að hyggja og hvers má vænta við ræktun matjurta? Kaffiveitingar.

By |26. apríl 2016 09:54|

Söngmessa sunnudaginn 24. apríl

Sunnudaginn 24. apríl kl. 11:00 koma saman í Neskirkju kórarnir sem organisti kirkjunnar, Steingrímur Þórhallson, stýrir. Þetta eru: Drengjakór Reykjavíkur, Stúlknakór Neskirkju, Kór Neskirkju og Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju. Óhætt er að lofa litríkum söng í mörgum áttundum og metnaðurinn verðru ósvikinn. Tónlistin verður í hávegum höfð! Barnastarfið [...]

By |19. apríl 2016 15:13|

Tónleikar á Krossgötum

Áslaug Gunnarsdóttir er gestur á Krossgötum síðasta vetrardag, 20. apríl kl. 13:30. Leikur hún verk eftir franska tónskáldið Cécile Chaminade sem fæddist í París 1857. Hún var mjög þekkt á sínum tíma sem konsertpíanisti, tónskáld og stjórnandi. Cécile vakti ung strax athygli og var franska tónskáldið Bizet (sá sem samdi Carmen) mikill [...]

By |18. apríl 2016 12:12|

Nýr prestur í Neskirkju

Biskup Íslands hefur skipað Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur prest í Neskirkju. Við bjóðum Steinunni Arnþrúði velkomna til starfa og erum sannfærð um að þjónusta hennar eigi eftir að verða til mikillar blessunar.

By |13. apríl 2016 10:55|

Vopnfirðingar messa

Sunnudaginn 17. apríl kl. 11:00 er messa og barnastarf í Neskirkju. Sr. Brynhildur Óladóttir prestur á Skeggjastöðum predikar og þjónar ásamt sr. Skúla S. Ólafssyni presti í Neskirkju. Kór Vopnafjarðarkirkju syngur, orgelleikari og kórstjóri er Stephen Yates. Umsjón með barnastarfinu hefur starfsfólk Neskirkju þau Andrea, Ari, Katrín, Oddur og Stefanía. Eftir messu eru [...]

By |13. apríl 2016 10:53|

Flóamarkaður

Flóamarkaður Vestubæjar verður haldin í Neskirkju helgina 16.-17. apríl. Opið á laugardag frá 11-17 og sunnudag frá 12-17. Fjölbreytt úrval af allskyns varningi, nýjum og notuðum. Handverk, kökubasar og Kaffihús Neskirkju verður opið.  

By |13. apríl 2016 10:05|

Samtal á Kirkjutorgi

Birna Gerður Jónsdóttir ljósmóðir og aðstoðardeildarstjóri á fæðingarvakt Landspítala. Fjallað verður um tengsl þjónandi forystu og menningarfærni þar sem sameiginlegar stoðir eru vitund, þekking, næmi, samskipti, hæfni og löngun til að byggja upp fólk og efla. Dagskráin fer fram fimmtudaginn 14. apríl kl. 17. 

By |13. apríl 2016 09:59|

Heimsókn í Mosfellsdal

Krossgötur miðvikudaginn 13. apríl. Krossgötur í Neskirkju bregða undir sig betri fætinum og sækja heim Mosfellinga næstkomandi miðvikudag, 13. apríl kl. 13:30. Haldið verður í Mosfellskirkju þar sem drukkið verður kaffi og sagðar sögur úr sveitinni. Næst verður komið við í Dalsgarði þar sem hjónin Gísli og Helena rækta rósir og [...]

By |12. apríl 2016 11:43|

Messa 10. apríl

Messa og barnastarf kl. 11. Stúlknakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og leggur hann út af textanum um góða og slæma hirða. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Andrea, Ari, Katrín, Oddur og Stefanía. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu.

By |7. apríl 2016 09:09|