Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa 29. maí

Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Séra Auður Inga Einarsdóttir þjónar fyrir altari. Viðar Stefánsson guðfræðingur predikar. Kaffiveitingar á torginu að lokinni messu.

By |26. maí 2016 10:35|

Fermingardagar 2017

Brátt hefst skáning vegna ferminga næsta vor 2017. Að venju munum við vera með fermingarnámskeið í lok sumar áður en skólinn hefst. Fermingardaga vorið 2017 eru sem hér segir: Laugardagur fyrir pálmasunnudag 8. apríl kl. 11 og kl. 13:30 Annar í páskum 17. apríl kl. 11:00 Sunnudagur eftir páska 23. [...]

By |19. maí 2016 12:29|

Guðsþjónusta Ísfirðinga 22. maí

Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju ásamt ísfirskum sönghóp leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Magnús Erlingsson, prestur Ísfirðinga, predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Skúla S. Ólafssyni. Samfélag á Torginu. Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldin í safnaðarheimilinu að lokinni messu.

By |19. maí 2016 10:46|

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verðu haldin sunnudaginn 22. maí n.k. og hefst í kjölfar messu safnaðarins eða kl. 12.20. Venjulega aðlfundastörf. Allir velkomnir.

By |18. maí 2016 08:19|

Sálumessa eftir Mozart

Sunnudaginn 22. maí kl. 17.00 mun Kór Neskirkju og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytja Sálumessu Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Flytjendur á tónleikunum ásamt Kór Neskirkju eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór og Fjölnir Ólafsson bassi. Stjórnandi er Oliver Kentish, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Sálumessa eða Requiem er síðasta [...]

By |17. maí 2016 17:02|

Opinberun, upplyfting, ummyndun.

Annan í hvítasunnu kl. 18. Dagskrá helguð verkum Hrafnkels Sigurðssonar. Dr. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur flytur erindi um verk Hrafnkels. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Dr. Skúli S. Ólafsson stýrir samkomunni.

By |11. maí 2016 19:01|

Hátíðarmessa á hvítsunnudag

Hátíðarmessa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |11. maí 2016 19:00|

Vorhátíð sunnudaginn 8. maí

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur syngja. Leiðtogar í barnastarfi leiða stundina ásamt sr. Skúla S. Ólafssyni. Að lokinni guðþjónustu verður boðið upp á pylsur á kirkjutúninu og hoppukastala! Allir velkomnir, fastagestir sunnudagaskólans sem aðrir!

By |4. maí 2016 18:17|

Uppstigningardagur: Messa og tónleikar

Guðsþjónusta, fimmtudaginn 5. maí, kl. 11:00. Hljómur, Kór eldri borgara syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Að guðsþjónustu lokinni mun kórinn halda tónleika á Kirkjutorginu þar sem einnig verður boðið upp á kaffiveitingar.

By |2. maí 2016 18:47|

Vorferð í Strandakirkju

Krossgötur miðvikudaginn 4. maí. Standakirkja heimsótt. Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur og djákni tekur á móti okkur og segir sögur af þessum helgidómi sem nýtur sérstöðu meðal íslenskra kirkna. Lagt af stað frá Neskirkju kl. 13:30. Á heimleiðinni verður komið við á kaffihúsinu T-bæ í Selvogi þar sem fólk getur keypt [...]

By |2. maí 2016 12:50|