Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Skammdegisbirta

Skammdegisbirta er heiti á samveru hér í Neskirkju sem verður í annað sinn fimmtudaginn 1. nóvember  kl. 18. Þar fléttum við saman tali, tónum, mat og skemmtilegum félagsskap. Sverrir Jakobsson ætlar að tala um nýútkomna bók sína: Kristur. Saga hugmyndar; Steingrímur organisti spilar Bach og spjallar um verkin, Þorgeir Tryggvason, [...]

By |30. október 2018 11:24|

Fullveldisárið og sagnir af alþýðufólki

Krossgötur þriðjudaginn 29. október kl. 13.00. Óskar Guðmundsson sagnfræðingur: Það var fyrir hundrað árum. Fullveldisárið 1918 og sagnir af alþýðufólki. Kaffiveitingar. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By |29. október 2018 11:06|

Prjónahópur Neskirkju mánudagskvöld

Síðasta mánudagskvöld hvers mánaðar kl 20 er opið hús í kjallara Neskirkju fyrir áhugafólk um prjónskap og handavinnu.  Prjónahópur Neskirkju og er opinn hópur og allir velkomnir. Hellt er upp á kaffi og stundum koma einhverjir með meðlæti en aðaláherslan er á handavinnu og spjall. Umsjón með samverunum hafa Alfa [...]

By |28. október 2018 13:13|

Fjölskylduguðsþjónusta 28. október

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Þema dagsins er Hver er mestur og hvernig verður maður mestur? Það verður skoðað á ýmsan hátt. Léttir og líflegir söngvar við undirleik Steingríms Þórhallssonar. Jónína Ólafsdóttir guðfræðingur og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiða stundina.  Létt hressing og samfélag á [...]

By |26. október 2018 11:41|

Að eldast á Íslandi

Krossgötur þriðjudaginn 23. október kl. 13.00 Dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, dósent í félagsráðgjöf, Háskóla Íslands fjallar um að eldast á Íslandi, áhrif langlífis á einstaklinga, fjölskyldur og samfélag. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu [...]

By |21. október 2018 13:02|

Messa 21. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisi Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, söngur og gleði í barnastarfinu. Umsjón sr. Steinunn Arnþrúður, Katrín Helga og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |18. október 2018 08:59|

Spænska veikin 1918 og Hólavallakirkjugarður

Á Krossgötur þriðjudaginn 16. október kl. 13.00 kemur Heimir Janusarson, kirkjugarðsvörður í Hólavallakirkjugarði í heimsókn. Hann fjallar um spænsku veikina sem geysaði hér árið 1918 og segir ýmsar sögur sem lýsa tíðarandanum um það leyti og því ástandi sem leiddi meðal annars til þess að stækka þurfti garðinn. Kaffiveitingar.

By |15. október 2018 11:56|

Messa 14. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín, Heba og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |11. október 2018 09:59|

Ættjarðarlög

Krossgötur þriðjudaginn 9. október. Guðbjörn Sigurmundsson, kennari, fjallar um ættjarðarlög Íslendinga. Kaffiveitingar og söngur. Í hádeginu, eða kl. 12.10, verður boðið upp á bænastundir og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu má kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By |8. október 2018 09:48|

Uppvöxtur og uppskera

Uppskerumessa 7. október kl. 11. Messan er helguð gjöfum jarðar. Þakkir færðar í tali og tónum. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kór Neskirku syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín, Heba og Ari. Grænmetissúpa úr aldingarði organistans í boði eftir messu [...]

By |4. október 2018 09:14|