Síðasta mánudagskvöld hvers mánaðar kl 20 er opið hús í kjallara Neskirkju fyrir áhugafólk um prjónskap og handavinnu.  Prjónahópur Neskirkju og er opinn hópur og allir velkomnir. Hellt er upp á kaffi og stundum koma einhverjir með meðlæti en aðaláherslan er á handavinnu og spjall. Umsjón með samverunum hafa Alfa Kristjánsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir.

Í vetur verða þemakvöld þar sem eitthvað eitt verður skoðað eða kennt í hvert sinn.

Dagskrá vetrarins 2018 til 2019: 
29.okt. Sokkar og tátiljur.
Halldóra Sigríður S. Bjarnadóttir segir frá barnatátiljum. Hælar, lestarsokkar o.fl. Bækur og blöð.

26. nóv. Jólahandavinna. 
Heklað, saumað og prjónað jóladót. Bjölluseríur og kúlur sýndar. Kökur og kósí jólastemning.

28. janúar 2019. Heklkvöld: dúllur og dótarí.
Óklárað hekl velkomið. Teppi, Mósaíkhekl, ömmudúllur o.fl. Heklbækur skoðaðar o.fl.

25. febrúar 2019. Peysuprjón. Lopapeysur, peysur prjónaðar upp og niður. Sýnikennsla í frágangi, lykjað undir höndum og gengið frá endum og hálsmál saumað niður. Endilega komið með bækur og blöð með peysuhugmyndum.

25. mars 2019: Hyrnur og sjöl.
Sjalakonan gefi sig fram úr Röngunni. Lærum tæknina við sjalaprjón. Komið með bækur og blöð með sjölum.

29. apríl 2019. Heklaðar fígúrur.
Amigurumi fígúrur, dúkkur og dýr Arne og Carlosar o.fl. Bækur, blöð og handavinnufróðleikur til upplýsinga.

27. maí Uppskeruhátíð: bland í poka.
Afrakstur vetrarins sýndur.