Fréttir

//Fréttir
Fréttir 2017-04-26T12:23:05+00:00

Borgi Ágústsson

Krossgötur þriðjudaginn 12. september kl. 13.00. Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu:Heimur á krossgötum, hugleiðingar um alþjóðamálin. Hvað er að frétta úr henni veröld? Hinn kunni fréttaskýrandi viðrar sjónarmið og rýnir í tíðindi líðandi stundar. Kaffiveitingar. Frá kl. 12.oo er boðið upp á súpu og brauð á Torginu gegn vægu verði.

By | 11. september 2017 09:15|

Messa 10. september

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, gleð og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Irma, Katrín og Ari. Samfélaga og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By | 7. september 2017 09:11|

Hausthátíð sunnudagaskólans

Við fögnum haustinu og upphafi sunnudagaskólans þann 3. september. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 og eftir hann ætlum við að grilla pylsur úti í garði. Sunnudagaskóli verður í umsjón sr. Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur, Katrínar Helgu Ágústsdóttur og Ara Agnarssonar. Það verður söngur og gleði og gamlir kunningjar líta við. Og við [...]

By | 30. ágúst 2017 03:28|

Grillað í garðinum eftir messu á sunnudag

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 3. september. Allir kirkjugestir hefja samveruna í kirkjunni en sunnudagaskólinn færist svo yfir í safnaðarheimilið. Eftir messu og sunnudagaskóla verður grillað úti í garði. Kór Neskirkju syngur í messunni og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Skúli Sigurður Ólafsson. Sunnudagaskóli [...]

By | 30. ágúst 2017 03:21|

Krossgötur hefjast

Krossgötur hefjast þriðjudaginn 5. september kl. 13. Dagskráin er að vanda fjölbreytt og gestalistinn okkar er glæsilegur. Fyrsta fáum við í heimsókn Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur. Erindi hennar heitir ,,Sterkari í seinni hálfleik" og fjallar um það hvernig við getum fullnýtt tækifæri okkar á hverju skeiði ævinnar. Boðið er upp á [...]

By | 30. ágúst 2017 12:37|

Messa 27. ágúst

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftur messu.

By | 24. ágúst 2017 11:54|

Messa sunnudaginn 13. ágúst

Sunnudaginn 13. ágúst verður messa kl. 11 að vanda. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallsonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litir og blöð eru í boði fyrir yngsta fólkið. Kaffihressing og samfélag á kirkjutorgi eftir messu.

By | 11. ágúst 2017 07:48|

Útimessa um verslunarmannahelgi?

Sunnudaginn 7. ágúst kl. 11 verður útimessa og kaffihúsastemning við Neskirkju ef veður leyfir. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffi og hressing á kirkjutorgi eftir messu, eða undir messu ef við verðum úti. Litir og blöð fyrir yngsta fólkið.

By | 1. ágúst 2017 10:41|

Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur predikar 30. júlí

Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur predikar við messu  kl. 11 sunnudaginn 30. júlí. Sigurbjörn hefur skrifað fjölda bóka og blaðagreina. Síðustu ár hefur hann einnig deilt þeirri reynslu að lifa með krabbameini og hefur hann verið mörgum hvatning og styrkur með skrifum sínum. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar fyrir altari og félagar úr [...]

By | 26. júlí 2017 12:42|

Messa 23. júlí

Þann 23. júlí verður messa kl. 11 að venju. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng við gítarundirleik. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Það eru allir hjartanlega velkomnir í sumarmessurnar okkar. Litir, blöð og myndir til reiðu fyrir börnin í kirkjunni. Kaffihressing og samfélag eftir messu á Kirkjutorgi.

By | 19. júlí 2017 01:34|