Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Samkomutakmarkanir 14. nóv – barnakór frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta þátttöku barnakórs í messu sunnudagsins. Guðsþjónusta verður þó að venju í kirkjunni. Sunnudagaskólinn verður alfarið í safnaðarheimili. Við leggjum áherslu á smitvarnir og minnum á grímur og metraregluna. Spritt á staðnum.  

By |12. nóvember 2021 16:47|

Barnakór Neskirkju syngur í guðsþjónustu

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni þar sem Barnakór Neskirkju syngur auk félaga úr kirkjukór Neskirkju sem syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólanum stýrir Kristrún Guðmundsdóttir með Ara Agnarssyni sem leikur undir söng. Samfélag og hressing á Torginu [...]

By |11. nóvember 2021 12:02|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar áfram um Jón biskup Vídalín og reiðilestra hans. Einnig fjallar hann aðeins um Hjálpræðisherinn en farið verður í heimskókn til þeirra þriðjudaginn 16. nóvember. Kaffiveitinga.

By |8. nóvember 2021 09:05|

Sunnudagurinn 7. nóvember

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |4. nóvember 2021 14:25|

Jón biskup Vídalín

Krossgötur þriðjudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um biskupinn og höfundinn Jón Vídalín tvo næstu þriðjudaga. Fyrra skiptið greinir hann frá litríkum æviferli. Kaffiveitingar.

By |1. nóvember 2021 10:43|

Allra heilagra messa

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 á Allra heilagra messu. Kirkjugestir tendra kerti til minningar um látna ástvini. Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir syngur einsöng. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimilinu. Söngur, sögur og gleði [...]

By |28. október 2021 08:45|

Pílagrímsganga

Krossgötur þriðjudaginn 26. október kl. 13.00. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir segir ferðasögur frá pílagrímsgöngu til Santiago de Compostella. Kaffiveitingar.

By |25. október 2021 10:31|

Kunnum við að syrgja?

Ólafur Teitur Guðnason, höfundur bókarinnar Meyjarmissir, verður gestur á fræðslukvöldi í Neskirkju þann 24. október kl. 20. Tilefnið er sýning Hallgríms Helgasonar: „Það þarf að kenna fólki að deyja“ Sýningin stendur yfir í safnaðarheimili Neskirkju. Ólafur Teitur fjallar um reynslu sína og sorg í tengslum við andlát eiginkonu sinnar Engilbjartar [...]

By |24. október 2021 10:23|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 24. október

Guðsjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni en svo fara börnin í safnaðarheimilið. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í umsjá Hildu Maríu Sigurðardóttur. Sögur, leikur og söngur við undirleik Ara Agnarssonar. [...]

By |21. október 2021 07:48|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 19. október kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um spámanninn Esekíel sem varð vitni að eyðileggingu Jerúsalemborgar og blés kappi í fólk með framtíðarsýn sinni um endurreisn musterisins. Kaffiveitingar.

By |17. október 2021 10:51|