Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Fjórði sunnudagur í aðventu

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, söngur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Guðsþjónustugestir ganga inn um kirkjudyr en sunnudagaskólinn verður alfarið í safnaðarheimili og ganga þátttakendur beint þar [...]

By |16. desember 2021 15:17|

Fjölskylduguðsþjónusta með barnakór og jólasálmum

Sunnudaginn 12. desember verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Neskirkju syngur undir  stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur, organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina með starfsfólki úr barnastarfi. Þar verður jólaleikrit, jólasálmar og söngvar og jólasagan. Kirkjan verður hólfaskipt til að gæta sóttvarna. Verið velkomin.

By |9. desember 2021 10:22|

Guðni Elísson á Krossgötum

Krossgötur þriðjudaginn 7. desember kl. 13.00 Guðni Elísson, rithöfundur, les upp úr bók sinni Ljósgildran og ræðir um hana. Eitt stærsta viðfangsefni bókarinnar eru guðdómurinn og trúarlífið. Jólakruðerí og heit súkkulaði. Umsjón sr. Skúli S. Ólafsson.

By |5. desember 2021 09:34|

Hallgrímur Helgason og listin að deyja

Sunnudaginn 5. desember kl. 13. mun Guðni Elísson prófessor í almennri bókmenntafræði ræða við Hallgrím Helgason, rithöfund og myndlistarmann um sýningu hans, Það þarf að kenna fólki að deyja. Á sýningu Hallgríms, gefur að líta málverk og teikningar sem kviknuðu út frá andláti föður listamannsins, sem lést á síðasta ári. Hallgrímur [...]

By |1. desember 2021 11:21|

Annar í aðventu

Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur, leikir og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Arni Agnarsson og Kristrún Guðmundsdóttir. Guðsþjónustugestir ganga inn um kirkjudyr en sunnudagaskólinn verður alfarið í safnaðarheimili og ganga þátttakendur beint þar inn. Við leggjum [...]

By |1. desember 2021 11:16|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13. Áslaug Gunnarsdóttir, píanókennari, kynnir og leikur verk á flygillinn í kirkjunni. Kaffiveitingar á Toginu.

By |29. nóvember 2021 10:58|

Upphaf aðventu í Neskirkju

Klukkan 11 er hátíðarguðsþjónusta og barnastarf við upphaf aðventu og nýs kirkjuárs. Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Barnastarfið er í safnaðarheimilinu og er gengið beint þangað inn. [...]

By |25. nóvember 2021 12:20|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13:00. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir stundina. Gestur er Andrés Jónsson almannatengill sem talar um mannleg samskipti í mörgum blæbrigðum þeirra. Kaffiveitingar.

By |21. nóvember 2021 12:03|

Sunnudagurinn 21. nóvember

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Kristrún, Hilda og Ari. Guðsþjónustugestir ganga inn um kirkjudyr en sunnudagaskólinn verður alfarið í safnaðarheimili og ganga þátttakendur beint þar inn. Við leggjum áherslu á [...]

By |18. nóvember 2021 08:54|

Krossgötur

Þriðjudaginn 16. nóvember verður farið í heimsókn í Hjálpræðisherinn. Við kynninum þeirra merkilega starf og skoðum ekki síður merkilegt hús þeirra! Kaffiveitingar.

By |15. nóvember 2021 11:34|