Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 13. febrúar
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli verður sunnudaginn 13. febrúar kl. 11. Við hefjum samveruna saman í kirkjunni en svo færa börnin sig yfir í safnaðarheimili þar sem söngur og leikir og sögur ráð ferðinni. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Kristrún Guðmundsdóttir og Hilda María sigurðardóttir ásamt Ara Agnarssyni sem leikur undir. Í guðsþjónustunni [...]
Krossgötur 8. febrúar
Krossgötur þriðjudaginn 8. febrúar kl. 13.00. Erindi dagsins fjallar um Brynjólf Sveinsson sem var Skálholtsbiskup á árunum 1639-1674. Umsjón hefur sr. Skúli S. Ólafsson. Kaffiveitingar.
Barnastarf fellur niður 7. febrúar
Barnastarf fellur niður mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 þann 6. febrúar
Við fögnum því að mega koma saman að nýju! Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni en síðan færir sunnudagaskólinn sig í safnaðarheimilið. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Þessi sunnudagur er bænadagur að [...]
Guðsþjónusta fellur niður sunnudaginn 31. janúar
Guðsþjónusta fellur niður sunnudaginn 31. janúar, en guðsþjónustur og sunnudagaskólinn hefjast á fullu sunnudaginn 6. febrúar n.k.
Barnastarfið á mánudögum hefst aftur
Barnastarfið á mánudögum hefst þann 17. janúar. Sem fyrr er starf fyrir 8-9 ára kl. 14 og 6-7 ára kl. 15. Farið var hægar af stað vegna hárra smittalna. Öllum sóttvarnarráðstöfunum verður fylgt. Æskulýðsstarfið hefst á þriðjudag kl. 19.30.
Guðsþjónusta og barnastarf fellur niður 16. janúar vegna sóttvarna
Í ljósi fjölda smita í samfélaginu höfum við ákveðið að fella niður guðsþjónustu og sunnudagaskóla þann 16. janúar. Send verður út hugvekja á facebook síðu Neskirkju, facebook.com/neskirkja. Biskup Íslands bað söfnuði skömmu fyrir áramót landsins að messa ekki vegna þess hve smitstuðull er hár í landinu. Enn hefur ekki náðst [...]
Helgihald 9. janúar fellur niður
Helgihald fellur niður þann 9. janúar vegna sóttvarna.
Helgihald um jól
Á aðfangadag verður aftansöngur kl. 18 og miðnæturmessa kl. 23.30. Á jóladag verður hátíðarmessa kl. 14. Farið verður að gildandi sóttvarnarreglum. Við aftansöng kl. 18 verður farið fram á hraðpróf. Hámarksfjöldi kirkjugesta er 200. Við aðrar athafnir er kirkjan hólfaskipt og hámarksfjöldi er 100. Grímuskylda er við allar athafnir og [...]
Jólastund barnanna og jólaball sunnudagaskólans fellur niður
Vegna sóttvarnartakmarkana neyðumst við til að fella niður jólastund barnanna á aðfangadag og jólaball sunnudagaskólans. Vonandi er það í síðasta sinn sem við þurfum að gera slíkt.