Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Hátíðarmessa að morgni páskadags

Páskadagur, 17. apríl. Hátíðarmessa kl. 8.00. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið. Prestar kirkjunnar þjóna. Morgunkaffi og páskahlátur að messu lokinni.

By |13. apríl 2022 09:08|

Barnastarf á páskadag

Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11:00. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina ásamt starsfólki barnastarfsins.

By |13. apríl 2022 09:05|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 12. apríl. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um Pontíus Pilatus sem kemur mikið við sögu á þessum tíma ársins. Kaffiveitingar.

By |12. apríl 2022 08:53|

Hátíðarmessa

Pálmasunnudaginn 10. apríl kl. 11.00 er hátíðarmessa og barnastarf í Neskirkju á afmælisdagi kirkjunnar en hún var vígð á pálmasunnudegi 1957. Sr. Steinunn Arnrþrúður Björnsdóttir predikar, sr. Skúli S. Ólafsson þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur undir stjórn organistans, Steingríms Þórhallssonar. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þau Ari Agnarsson og Kristrún Guðmundsdóttir. Kirkjukaffi [...]

By |8. apríl 2022 13:15|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson sér um áhugvert efni. Kaffiveitingar og samfélag.

By |4. apríl 2022 12:36|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 3. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 þann 3. apríl. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni. Svo fer sunnudagaskólinn yfir í safnaðarheimili þar sem Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson leiða söng og leik og sögur. Í guðsþjónustunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn [...]

By |30. mars 2022 16:23|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 29. mars kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um þær miklu breytingar sem eiga sér stað í kirkjunni. Kaffiveitingar.

By |28. mars 2022 10:35|

Guðsþjónustu og Hallgrímur Helgason

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Félagar úr Háskólakórnum syngja. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Söngur, sögur, gleði og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Hilda Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Eftir guðsþjónustu verða lok sýningar Hallgríms Helgasonar, Það þarf að kenna fólki að deyja. Fjallað verður [...]

By |23. mars 2022 14:18|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 22. mars kl. 13.00. Farið verður í hemisókn í Þjóðminjasafnið. Við hittumst í Neskirkju 0g leggjum af stað það fljótlega upp úr 13. Umsjón sr. Skúli S. Ólafsson.

By |22. mars 2022 08:24|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 20. mars

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni en svo fer sunnudagaskólinn yfir í safnaðarheimili. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng í guðsþjónustunni undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Beðið verður fyrir friði í heiminum. Í sunnudagaskólanum er söngur, gleði og [...]

By |16. mars 2022 22:34|