Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Frá toppi til táar

Í fótþvottaskál Jesú speglaðist himininn og þau sem nutu fótþvottarins sáu hinn fullkomna mann speglast í vatninu. Sá sem þvær fætur getur hreinsað, bætt og skírt heiminn. Skírdagsprédikun Sigurðar Árna 9. apríl 2009 er um guðfræði fótabaðs og má nálgast að baki smellunni.

By |10. apríl 2009 08:44|

Kyrravika og páskar

Skírdagsmessa kl. 21, fimmtudaginn 8. apríl. Félagar í Háskólakórnum syngja. Sr. Sigurður Árni prédikar og Steingrímur Þórhallsson leikur á orgelið.Föstudagurinn langi kl. 14. Sr. Toshiki prédikar, sr. Guðbjörg þjónar fyrir altari. Söngsveitin Rinascente syngur undir stjórn kantorsins. Tvær messur verða á páskadag, kl. 8 árdegis og kl. 11 auk morgunverðar, [...]

By |6. apríl 2009 17:33|

Pálmasunnudagsmessa kl. 11

Á pálmasunnudag er venjuleg messa og barnamessa kl. 11 og þá verður 52 ára afmæli Neskirkju minnst. Ekki er fermt í Neskirkju á venjulegum messtíma. Félagar úr kór Neskirkju syngja, Steingrímur spilar, messuhópur þjónar og sr. Sigurður Árni prédikar í sunnudagsmessunni. Eftir hádegi á pálmasunnudag verður fermingarmessa, sú þriðja þetta [...]

By |3. apríl 2009 18:00|

Jón Axel, saltfiskur og borðræða

Föstudaginn 3. apríl kl. 12 verður opnuð sýning á verkum Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Síðasta saltfiskmáltíð þessarar föstu verður síðan og að venju verður borðræða – dr. Sigríður Guðmarsdóttir ræðir um viðsnúning. Allir velkomnir. […]

By |3. apríl 2009 09:18|

Páskastemning í barna- og unglingastarfi Neskirkju

Barna- og unglingastarf Neskirkju er á fullu að undirbúa páskahátíðina. Í sunnudagaskólanum verður hefðbundinn sunnudagaskóli á Pálmasunnudag og síðan er stefnt á páskaeggjaleit í garði Neskirkju á Páskadagsmorgun kl. 11. Unglingastarfið hélt veglegt páskaeggjabingó s.l. þriðjudag og tóku hátt í 50 ungmenni þátt í því en gestir úr MeMe, æskulýðsfélagi [...]

By |2. apríl 2009 18:32|

Fönix í heimsókn á Selfoss

Síðastliðinn laugardag,þann 28. mars, heimsótti Fönix Selfosskirkju og hitti ungmenni úr Molunun, æskulýsfélagi Skálholtsdómkirkju og Kærleiksbjörnunum, æskulýðsfélagi Selfosskirkju. Krakkarnir fóru í leiki og þrautir á laugardeginum og fengu fræslu um mikilvægi þess að hafa sýna trú sína í verki og breyta heiminum til batnaðar. Hópnum var skipt í þrennt og [...]

By |31. mars 2009 12:04|

Græðgi er góð!

Hlutverk kirkjunnar er ekki síður að minna á að hinn valdalausi er ófær um að beita þann við völd einelti. Minna á að hinn valdalausi krossfestir ekki þann valdameiri, það er ávallt hinn valdalausi sem finnur þjáninguna og eineltið á eigin skinni. Prédikun sr. Guðbjargar 29. mars er að baki [...]

By |30. mars 2009 00:42|

BreytEndur í heimsókn í NeDó.

Changemakers eða BreytEndur, eru ungliðahreyfing innan Hjálparstarfs Kirkjunnar sem hefur það að markmiði að vera rödd ungs fólks fyrir réttlátari heim. Fulltrúar þeirra komu á NeDó fund s.l. fimmtudag (26. mars) og töluðu við krakkana um leiðir til að breyta heiminum. NeDó leiðtogarnir hafa lengi rætt sín á milli að [...]

By |27. mars 2009 00:00|

Saltfiskur og borðræð föstudaginn 27. mars.

Fastan er tími íhugunar. Val á hráefni í föstumat hefur ekki aðeins stjórnast af þörfum líkamans heldur líka hins innri manns. Í þeim anda verður saltfiskur framreiddur í Neskirkju á föstudaginn kemur. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir mun fjalla um fyrirgefninguna í borðræðu dagsins. Máltíð hefst um kl. 12.

By |26. mars 2009 11:41|