Frá toppi til táar
Í fótþvottaskál Jesú speglaðist himininn og þau sem nutu fótþvottarins sáu hinn fullkomna mann speglast í vatninu. Sá sem þvær fætur getur hreinsað, bætt og skírt heiminn. Skírdagsprédikun Sigurðar Árna 9. apríl 2009 er um guðfræði fótabaðs og má nálgast að baki smellunni.
Kyrravika og páskar
Skírdagsmessa kl. 21, fimmtudaginn 8. apríl. Félagar í Háskólakórnum syngja. Sr. Sigurður Árni prédikar og Steingrímur Þórhallsson leikur á orgelið.Föstudagurinn langi kl. 14. Sr. Toshiki prédikar, sr. Guðbjörg þjónar fyrir altari. Söngsveitin Rinascente syngur undir stjórn kantorsins. Tvær messur verða á páskadag, kl. 8 árdegis og kl. 11 auk morgunverðar, [...]
Fermingarbörn 5. apríl, 2009
Á pálmasunnudegi verður fermt eftir hádegi, kl. 13,30. Nafnalisti fermingarbarna Neskirkju þetta árið er á að baki þessari smellu.
Pálmasunnudagsmessa kl. 11
Á pálmasunnudag er venjuleg messa og barnamessa kl. 11 og þá verður 52 ára afmæli Neskirkju minnst. Ekki er fermt í Neskirkju á venjulegum messtíma. Félagar úr kór Neskirkju syngja, Steingrímur spilar, messuhópur þjónar og sr. Sigurður Árni prédikar í sunnudagsmessunni. Eftir hádegi á pálmasunnudag verður fermingarmessa, sú þriðja þetta [...]
Jón Axel, saltfiskur og borðræða
Föstudaginn 3. apríl kl. 12 verður opnuð sýning á verkum Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Síðasta saltfiskmáltíð þessarar föstu verður síðan og að venju verður borðræða dr. Sigríður Guðmarsdóttir ræðir um viðsnúning. Allir velkomnir. […]
Páskastemning í barna- og unglingastarfi Neskirkju
Barna- og unglingastarf Neskirkju er á fullu að undirbúa páskahátíðina. Í sunnudagaskólanum verður hefðbundinn sunnudagaskóli á Pálmasunnudag og síðan er stefnt á páskaeggjaleit í garði Neskirkju á Páskadagsmorgun kl. 11. Unglingastarfið hélt veglegt páskaeggjabingó s.l. þriðjudag og tóku hátt í 50 ungmenni þátt í því en gestir úr MeMe, æskulýðsfélagi [...]
Fönix í heimsókn á Selfoss
Síðastliðinn laugardag,þann 28. mars, heimsótti Fönix Selfosskirkju og hitti ungmenni úr Molunun, æskulýsfélagi Skálholtsdómkirkju og Kærleiksbjörnunum, æskulýðsfélagi Selfosskirkju. Krakkarnir fóru í leiki og þrautir á laugardeginum og fengu fræslu um mikilvægi þess að hafa sýna trú sína í verki og breyta heiminum til batnaðar. Hópnum var skipt í þrennt og [...]
Græðgi er góð!
Hlutverk kirkjunnar er ekki síður að minna á að hinn valdalausi er ófær um að beita þann við völd einelti. Minna á að hinn valdalausi krossfestir ekki þann valdameiri, það er ávallt hinn valdalausi sem finnur þjáninguna og eineltið á eigin skinni. Prédikun sr. Guðbjargar 29. mars er að baki [...]
BreytEndur í heimsókn í NeDó.
Changemakers eða BreytEndur, eru ungliðahreyfing innan Hjálparstarfs Kirkjunnar sem hefur það að markmiði að vera rödd ungs fólks fyrir réttlátari heim. Fulltrúar þeirra komu á NeDó fund s.l. fimmtudag (26. mars) og töluðu við krakkana um leiðir til að breyta heiminum. NeDó leiðtogarnir hafa lengi rætt sín á milli að [...]
Saltfiskur og borðræð föstudaginn 27. mars.
Fastan er tími íhugunar. Val á hráefni í föstumat hefur ekki aðeins stjórnast af þörfum líkamans heldur líka hins innri manns. Í þeim anda verður saltfiskur framreiddur í Neskirkju á föstudaginn kemur. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir mun fjalla um fyrirgefninguna í borðræðu dagsins. Máltíð hefst um kl. 12.