Föstudaginn 3. apríl kl. 12 verður opnuð sýning á verkum Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Síðasta saltfiskmáltíð þessarar föstu verður síðan og að venju verður borðræða – dr. Sigríður Guðmarsdóttir ræðir um viðsnúning. Allir velkomnir.
Föstudaginn 3. apríl kl. 12 verður opnuð sýning á verkum Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Síðasta saltfiskmáltíð þessarar föstu verður síðan og að venju verður borðræða – dr. Sigríður Guðmarsdóttir ræðir um viðsnúning. Allir velkomnir.

Á sýningu Jóns Axels verða aðallega olíumálverk. Þegar Jón Axel sýndi fyrst, í upphafi níunda áratugarins, vöktu hin kraftmiklu málverk hans athygli. Í verkunum má greina sjálfsævisöguleg stef og mynd listamannsins sjálfs.

Jón Axel Björnsson stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975- 1979. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis og eru verki hans í eigu flestra helstu safna hér á landi. Sýningin stendur til september en hún er liður í þeirri stefnu Neskirkju að nýta frábært rými safnaðarheimilis kirkjunnar til að kynna verk íslenskra listamanna. Áður hafa verið sýnd verk Steinunnar Þórarinsdóttur, Gunnars Arnar, Helga Þorgils Friðjónssonar og verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur.